Viðskipti innlent

Endurskipulagning Sjóvá er á lokastigum

Skilanefnd Glitnis hefur á undanförnum mánuðum unnið að endurskipulagningu Sjóvar og er sú vinna nú á lokastigum. Markmið skilanefndarinnar með endurskipulagningunni er þríþætt: Að hámarka verðmæti félagsins, að tryggja áframhaldandi vátryggingarekstur og tryggja hagsmuni viðskiptavina félagsins.

Í tilkynningu frá skilanefndinni segir að ekki sé gert ráð fyrir að endurskipulagning Sjóvár hafi áhrif á daglegan rekstur félagsins. Vátryggingarekstur Sjóvár er traustur og félagið hefur náð umtalsverðum árangri í hagræðingu í rekstri þess.

Í kjölfar endurskipulagningar félagsins verður Sjóvá með sterkan efnahagsreikning, trausta vátryggingastarfsemi og mun uppfylla öll skilyrði Fjármálaeftirlitsins fyrir vátryggingastarfsemi.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að a.m.k. 10 milljarða kr. eignir vanti í eignasafn Sjóvá svo eiginfjárhlutfall þess teljist jákvætt. Þar segir ennfremur að Milestonme hafi veðsett bótasjóð Sjóvár til að kaupa Moderna AB í Svíþjóð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×