Viðskipti innlent

Skilanefnd Spron selur eignir með tölvupósti til útvaldra

Sigríður Mogensen skrifar
Skilanefnd Spron hefur sent út tölvupóst til örfárra aðila þar sem hún óskar eftir tilboðum í hugbúnaðarfyrirtæki í sinni eigu. Ekkert formlegt söluferli fór fram.

Nokkur umræða hefur verið um það hvernig skilanefndir fjármálafyrirtækja fara með eignir og standa að sölu þeirra. Nú hefur skilanefnd Spron ákveðið að selja hugbúnaðarfyrirtækið LAX solutions, sem er 60% í eigu skilanefndarinnar og 40% í eigu fyrirtækis að nafni Teris.

Þá er skilanefnd Spron einnig að reyna að koma í verð hugbúnaðarkerfinu XLS sem var að fullu í eigu sparisjóðsins.

XLS og LAX solutions þróa hugbúnað fyrir fríðindakerfi, þar á meðal e-kortin, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur um 100-200 milljónum króna verið varið í þróunarkostnað.

Það sem vekur athygli við söluna er að ekkert opinbert söluferli hefur farið fram og eignirnar voru ekki auglýstar til sölu.

Heimildir fréttastofu herma að tölvupóstur hafi verið sendur til örfárra aðila þar sem þeim var boðið að gera tilboð í eignirnar, en í honum kom meðal annars fram að tilboðsfrestur rennur út á morgun. Þess má geta að forsvarsmenn Teris vissu ekki af tölvupóstinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×