Viðskipti innlent

Taprekstur hjá Árborg upp á tæpan 1,4 milljarð

Halli varð af rekstri Árborgar upp á tæpan 1,4 milljarð kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðunni Sunnlendingur.is. Heildarskuldir sveitarfélagsins, A- og B hluta, nema nú um 8,6 milljörðum króna.

Fyrri umræða um ársreikninga sveitarfélagsins Árborgar vegna síðasta árs fer fram á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 17 í dag. Samkvæmt heimildum Sunnlendings.is er útkoma ársins verri en áætlanir gerðu ráð fyrir en taprekstur bæjarsjóðs, A hluta, nemur rúmum 1,2 milljörðum króna á síðasta ári.

Samantekinn halli ársins 2008 vegna A- og B-hluta nemur 1.364 miljónum króna en til B-hluta teljast fyrirtæki í eigu bæjarins sem rekin eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

Í upphaflegir fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir síðasta ár var gert ráð fyrir um 66 milljóna króna tekjuafgangi. Sú áætlun var endurskoðuð á síðari hluta árs 2008 og endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 862 milljóna króna tapi. Niðurstaðan verður, samkvæmt heimildum Sunnlendings, en verri eða halli upp á 1.208 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×