Viðskipti innlent

Skilanefnd Glitnis á fundum í London

Fulltrúar úr skilanefnd Glitnis eru nú staddir í London þar sem þeir hafa fundað með kröfuhöfum bankans.

Árni Tómasson formaður skilanefndar segir í símaviðtali að þeir hafi fundað með kröfuhöfunum ásamt lögfræðingum þeirra og farið yfir stöðu mála.

„Þetta eru töluvert mörg mál sem þarf að fara yfir í samvinnu við kröfuhafana en vinnan gengur vel og engin sérstök vandamál hafa komið upp," segir Árni.

Von er á skilanefndarmönnum heim til Íslands aftur eftir helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×