Viðskipti innlent

Fyrsta tilboðið í olíuleit á Drekasvæðinu kom í morgun

Fyrsta tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu barst til Orkustofnunar klukkan hálftíu í morgun en tilboðsfrestur rennur út klukkan fjögur í dag. Tveir fulltrúar norska olíufélagsins Sagex Petrolium og íslenska félagsins Lindir Exploration lögðu inn tilboðið.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld bjóða út olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu landsins en útboðið hófst 22. janúar í vetur. Sérfræðingar sem þekkja til í norska olíugeiranum spá því að Statoil Hydro, stærsta olíufélag Noregs, sendi einnig inn tilboð.

Kristinn Einarsson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, sagði á Stöð 2 í gær að fjárhagsumhverfið í heiminum væri þannig að ekki mætti búast við mörgum tilboðum.

 

Tilboðin verða opnuð klukkan tvö á mánudag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×