Viðskipti innlent

Rowland-fjölskyldan mun líklega eignast Kaupþing í Lúx

Höfuðstöðvar Kaupþings í Lúxemburg.
Höfuðstöðvar Kaupþings í Lúxemburg.

Hin breska Rowland-fjölskylda mun að öllum líkindum eignast Kaupþing í Lúxemburg á næstu vikum. Tilboð fjölskyldunnar í bankann var talið betra heldur en bandaríska bankans JC Flowers.

Áður hafði líbýskur fjárfestingasjóður átt forkaupsrétt á bankanum en rétturinn rann út í apríl án þess að hann væri nýttur.

Rowland- fjölskyldan er númer sextíu og sex á lista Sunday Times yfir ríkustu Bretana með eignir upp á hundrað og nítján milljarða króna.

Kaupin eiga þó enn eftir vera samþykkt af skilanefnd Kaupþings. Kaupverðið er trúnaðarmál en þess má geta að Lýbíumennirnir voru tilbúnir til að greiða eina evru fyrir bankann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×