Viðskipti innlent

Laus störf ekki verið fleiri síðan í maí 2006

Lausum störfum í maí fjölgar um 67 frá fyrri mánuði og voru alls 687 laus störf auglýst hjá vinnumiðlunum í lok apríl og hafa þá ekki verið jafn mörg laus störf síðan í maí árið 2006 fyrir þremur árum síðan.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið og segir í Morgunkorni hennar að tæpur helmingur allra lausra starfa eru sölu og afgreiðslustörf. Störf í þjónustu, sölu og afgreiðslu voru samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar lægst launuðu störfin á síðasta ári.

Heildarlaun þeirra sem störfuðu við þessi störf námu 325 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári en að meðaltali voru heildarlaun launamannsins á íslenskum vinnumarkaði 393 þúsund krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×