Viðskipti innlent

Trúir ekki skýringum skilanefndarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Blöndal telur að starfsmaður Skilanefndarinnar gæti ekki hafa tekið ákvörðun um svo stóran hlut í Byr. Mynd/ Stefán.
Pétur Blöndal telur að starfsmaður Skilanefndarinnar gæti ekki hafa tekið ákvörðun um svo stóran hlut í Byr. Mynd/ Stefán.
Það er ólíklegt að stjórn skilanefndar Gamla Landsbankans hafi ekki komið að ákvörðun um sölu bankans á 2,6% hlut í Byr sparisjóði að mati Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

„Ég tel nú að þetta mál sé stærra en svo að almennur starfsmaður á skrifstofu skilanefndarinnar gæti hafa tekið ákvörðun um það," segir Pétur H. Blöndal. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að hluturinn hefði verið seldur Reykjavík Invest. Það félag er í eigu Arnars Bjarnasonar, sem býður sig fram til stjórnarsetu í Byr, en Lárus Finnbogason, formaður Skilanefndar Landsbankans er endurskoðandi þess.

Eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á mánudaginn var svo greint frá því að salan hefði ekki gengið í gegn því hún hafi verið háð samþykki skilanefndarinnar. Skilanefndin hefði hins vegar ekki samþykkt söluna. Upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar hefur fullyrt við fjölmiðla að Lárus Finnbogason hafi hvergi komið nærri viðskiptunum heldur hafi ákvörðun um sölu á hlut Landsbankans verið tekin af hálfu starfsmanna nefndarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×