Viðskipti innlent

Mosfellsbær tapaði 168 milljónum kr. í fyrra

Tap Mosfellsbæjar á síðasta ári nam 168 milljónum kr. (A- og B-hluti) og skýrist það af vaxtagjöldum og gengistapi upp á 694 milljónir kr.

Rekstur Mosfellsbæjar á árinu 2008 gekk vel - ekki síst ef miðað er við aðstæður í þjóðfélaginu á síðasta ársfjórðungi. Rekstrarafgangur af A-hluta að undanskildum fjármagnsgjöldum var 414 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru tæpar 439 milljónir og er því rekstrarhalli á A-hluta sem nemur rúmum 25 milljónum á árinu 2008. Veltufé frá rekstri var 402 milljónir og handbært fé frá rekstri var 541 milljón.

Þetta kemur fram í tilkynningu um rekstur Mosfellsbæjar á síðasta ári. Þar segir að Mosfellsbær hefur ekki, frekar en önnur sveitarfélög, farið varhluta af efnahagsástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið vel í stakk búið til að bregðast við utanaðkomandi erfiðleikum ollu fjármagnsgjöld því að rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð. Samt sem áður r lánasafn Mosfellsbæjar að stórum hluta í íslenskri mynt.

Mosfellsbær er ekki skuldsett bæjarfélag og notaði góðærið til að greiða niður lán. Ekki höfðu verið tekin langtímalán síðan árið 2004. Þetta var gert meðal annars til þess að búa svo um hnútana að hægt yrði að mæta hremmingum kæmu þær upp.

Mosfellsbær er sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins með um 8400 íbúa og hefur þeim fjölgað um 57% á síðustu tíu árum. Í aðeins einu öðru sveitarfélagi á landinu, Álftanesi, hefur íbúum fjölgað hlutfallslega meira en í Mosfellsbæ á síðasta áratug.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að ljóst er að rekstrarumhverfi sveitarfélaga er mjög erfitt um þessar mundir og eru mörg sveitarfélög mjög illa stödd. Nýverið hafa stór sveitarfélög birt ársreikninga sína og mörg þeirra hafa því miður verið að skila nokkurra milljarða rekstrarhalla. Þetta sýnir hversu starfsumhverfið er viðkvæmt og hve nauðsynlegt er að gæta aðhalds, útsjónarsemi og varfærni á tímum sem þessum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×