Viðskipti innlent

Slitastjórn skipuð yfir Gamla Glitni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slitastjórn hefur verið skipuð yfir tvo af stórum bönkunum. Mynd/ Kristinn.
Slitastjórn hefur verið skipuð yfir tvo af stórum bönkunum. Mynd/ Kristinn.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur skipað slitastjórn yfir Gamla Glitni í samræmi við breytingar á lögum um slitameðferð fjármálafyrirtækja, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir kosningar. Í slitastórn Gamla Glitnis sitja Steinunn Guðbjartsdóttir, Einar Gautur Steingrímsson og Páll Eiríksson.

Með skipan slitastjórnar geta kröfuhafar lýst kröfum í bú bankans innan þess kröfulýsingarfrests sem slitastjórn ákveður. Hún mun taka afstöðu til krafna, gera skrá um þær og halda kröfuhafafund. Slitastjórn hefur einnig það hlutverk að beina ágreiningi sem kann að rísa um lýstar kröfur til úrlausnar dómstóla.

Slitastjórnir hafa einnig verið skipaðar yfir Gamla Landsbankann og Straum. Í slitastjórn Gamla Landsbankans sitja Kristinn Bjarnason, Halldór Bachman og Herdís Hallmarsdóttir. Í slitastjórn Straums sitja Hörður Harðarson, Ragnar Hall og Lilja Jónasdóttir.

Ekki hefur verið skipuð slitastjórn yfir Gamla Kaupþing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×