Fleiri fréttir

Exista hagnaðist um 50 milljarða á síðasta ári

Fjárfestingafélagið Exista hagnaðist um 50 milljarða á síðasta ári sem er 34,5% meira en í hitteðfyrra. Þetta kom fram í afkomutilkynningu sem sent var Kauphöllinni nú fyrir skömmu. Eigið fé félagsins 216 milljarðar um áramót og jókst um 25% á árinu.

Flaga lækkaði mest

Tuttugu félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag og fór Flaga Group þar fremst í flokki. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp þrjú prósent og stendur nú í 5.375,65 stigum. Gengi bréfa Flögu lækkaði um 11,81 prósent í dag eftir miklar hækkanir síðustu daga. Spron lækkaði um átta prósent og Fl Group fór niður um 7,69 prósent og er gengið nú 10,20.

Flaga lækkar flugið

Töluverðar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi. Mesta lækkun er hjá Flögu Group en gengi bréfa í því hafa lækkað um 11,8 prósent. SPRON kemur þar á eftir með 10 prósenta lækkun og FL Group eru á svipuðu róli með 9,95 prósenta lækkun.

Kaupa Katarar hlut í Kaupþingi?

Forsvarsmenn Kaupþings eiga í viðræðum við fjárfesta í ríkjum við Persaflóa og á öðrum svæðum um hugsanleg kaup á hlut í bankanum. Þetta staðfesti Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Stærstu bílaviðskipti Íslandssögunnar

Bílaleigan ALP sem er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi hefur gengið frá samningum við bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason (IH) um kaup á 900 nýjum bifreiðum að verðmæti tæplega 2 milljarða króna. Talið er að um sé að ræða stærstu bílakaup sem einn aðili hefur ráðist í á Íslandi.

Metafkoma hjá OMX-samstæðunni

OMX-samstæðan, sem meðal annars á Kauphöll Íslands, hagnaðist um 986 milljónum sænskra króna á síðasta ári samanborið við 911 milljónir króna í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna en afkoman hefur aldrei verið betri. Það af nam hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 225 milljónir sænskra króna á fjórða ársfjórðungi.

Lárus fékk 300 milljónir fyrir að gerast Glitnisforstjóri

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fékk 300 milljónir fyrir að taka við starfi forstjóra Glitnis á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Glitnis sem birt var í dag. Lárus hætti sem yfirmaður útibús Landsbankans í London og settist í forstjórstól Glitnis í lok apríl í stað Bjarna Ármannssonar.

Flaga upp um rúm 180 prósent á viku

Gengi bréfa í svefnrannsóknafyrirtækinu Flögu hélt áfram að hækka í dag, nú um rúm sjö prósent við upphaf viðskipta. Gengið hefur rokið upp um rúm 180 prósent á rétt um viku.

Bakkavararforstjóri með 130 milljónir í árslaun

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar var með rúmlega milljón pund, jafnvirði um 130 milljóna króna, í laun á síðasta ári samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag.

Bakkavör kaupir í Kína og Bandaríkjunum

Bakkavör Group hefur bætt tveimur matvælafyrirtækjum í safn sitt. Annars vegar er um að ræða kínverska matvælafyrirtækið Yantai Longshun Foods sem sérhæfir sig í framleiðslu á grænmeti og ávöxtum, og hins vegar bandaríska fyrirtækið Two Chefs on a Roll, sem framleiðir fersk og frosin tilbúin matvæli.

Árni Pétur fékk 83 milljónir í árslaun

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, var með 83 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Teymis sem birt var í dag.

Teymi hagnast um 1,3 milljarða króna

Hagnaður Teymis, móðurfélags Vodafone, nam rúmum 1,3 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að innri vöxtur félagsins hafi numið rúmum 15 prósentum og voru tekjur þess um 21,5 milljarðar króna.

Flaga enn á flugi

Það sem af er degi hefur Flaga hækkað mest allra félaga í Kauphöllinni. Félagið er á hörku siglingu og hefur hækkað um 28,70% í dag. FL Group er eina félagið sem hefur lækkað.

Exista hefur hækkað um 9% í morgun

Miklar hækkanir hafa verið í kauphöllinni frá opnun í morgun þar af hefur Exista hækkað um 9%. Greinilegt er að markaðurinn tekur vel í ákvörðun Kaupþings um að hætta við kaupin á hollenska bankanum NIBC.

Stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar blásin af

Kaup Kaupþings banka á hollenska bankanum NIBC voru tilkynnt þann 15. ágúst á síðasta ári. Jafnframt fylgdi sögunni að um stærstu einstöku kaup íslensks félags í sögunni væri að ræða. Kaupverðið var tæpir 3 milljarðar evra eða í kringum 300 milljarða króna.

Hlutir í Kaupþingi hækka um 7% í Svíþjóð

Frá því að kauphöllin í Svíþjóð opnaði í morgun hafa hlutabréf í Kaupþingi hækkað þar um 7%. Þetta kemur í kjölfar tilkynningarinnar um að hætt hafi verið við kaupin á hollenska bankanum NIBC.

Fagnar þessari skynsamlegu niðurstöðu Kaupþingsmanna

Björgvin G. Sigurðsson viðskiparáðherra segist í samtali við Vísi fagna þeirri ábyrgu afstöðu forsvarsmanna Kaupþings að hætta við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC eins og tilkynnt var fyrr í morgun.

82 milljarðar í súginn hjá stjórnarmanni Exista

Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Breska blaðið The Guardian greindi frá því á dögunum að eignir hans og bróður hans Vincents í Englandi hefðu rýrnað um 72 milljarða frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Sé það ekki nóg þá hefur 5,09% hlutur hans í Exista rýrnað um 10 milljarða á sama tímabili.

Kaupþing hættir við kaupin á NIBC

Í ljósi þess óróleika sem nú er á fjármálamörkuðum hafa Kaupþing banki og NIBC ákveðið að falla frá fyrirhugaðari yfirtöku Kaupþings banka á NIBC.

Þrýst á evruumræðu

Einhliða upptaka evru myndi litlu skipta að mati viðskiptaráðherra, bakhjarlinn skiptir mestu. Bankastjóri Landsbankans vill umræðu um leiðir til úrlausnar.

Flaga heldur áfram að hækka sig

Viðskiptin í Kauphöll Íslands hafa verið þokkaleg í morgun. Flaga Group heldur áfram að hækka sig en félagið hefur hækkað um 27,54% í dag en félagið hækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöllinn í gær.

Róleg byrjun í kauphöllinni

Það var fremur róleg byrjun í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,36% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 5.433 stigum.

Kjörið í stjórn HydroKraft Invest

Stefán Pétursson, sem stjórnað hefur fjármálasviði Landsvirkunar undanfarin ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HydroKraft Invest, fjárfestingafélags í eigu Landsbankans og Landsvirkjunar Power, dótturfélags Landsvirkjunar.

Straumsforstjóri með 412 milljónir í árslaun

Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Straums-Burðaráss, fékk rúmar 412 milljónir í laun frá fyrirtækinu á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans sem birt var í morgun. Inni í þeirri tölu eru væntanlega laun, árangurstengdar greiðslur og starfslokasamningur sem Friðrik fékk þegar hann hætti sem forstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir