Viðskipti innlent

Flaga lækkar flugið

Töluverðar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi. Mesta lækkun er hjá Flögu Group en gengi bréfa í því hafa lækkað um 11,8 prósent. SPRON kemur þar á eftir með 10 prósenta lækkun og FL Group eru á svipuðu róli með 9,95 prósenta lækkun.

Flaga hefur verið á miklu flugi undanfarna daga og því kemur lækkunin í dag nokkuð á óvart.

Alls hafa 18 félög lækkað í dag en á sama tíma mælist hækkun hjá þremur. Atlantic Airways og 365 hafa hækkað um eitt prósent eða þar um bil og Marel um 0,10 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×