Viðskipti innlent

Fagnar þessari skynsamlegu niðurstöðu Kaupþingsmanna

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að tilkynning Kaupþings hafi jákvæð áhrif á íslenska fjármálamarkaðinn.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að tilkynning Kaupþings hafi jákvæð áhrif á íslenska fjármálamarkaðinn.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiparáðherra segist í samtali við Vísi fagna þeirri ábyrgu afstöðu forsvarsmanna Kaupþings að hætta við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC eins og tilkynnt var fyrr í morgun.

"Ég er ánægður með að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Þetta er skynsamleg og ábyrg ákvörðun og forsvarsmönnum Kaupþings til sóma. Það má segja að þetta sé búið að blasa við síðan að það brast á með lausafjárkeppu sem gerði fjármögnun yfirtökunnar erfiðari. Það er líka ánægjulegt að þetta skuli gerast í frjálsum samningum en ekki með þvingunum," segir Björgvin.

Um markaðsáhrif þess að Kaupþing hættir við yfirtökuna segist Björgvin ekki vera í vafa um að þetta hafi mjög jákvæð áhrif á íslenska fjármálamarkaðinn. Nú hefur töluverðri óvissu verið eytt og það mun hafa góð áhrif á markaðinn," segir Björgvin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×