Viðskipti innlent

Væntingar neytenda litaðar af óróa á fjármálamarkaði

Væntingar íslenskra neytenda virðast nokkuð litaðar af þeim óróa sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði. Væntingavísitala Gallups var birt í morgun og mældist hún 116 stig í janúar.

Greining Glitnis fjallar um málið og í Morgunkorni hennar segir að neytendur virðast telja núverandi ástandi vera nokkuð gott, en sú vísitala mældist 151,1 stig.

Einnig virðast neytendur telja atvinnuástand gott, þó dregið hafi úr bjartsýni þeirra á ástand vinnumarkaðar á síðustu mánuðum.

Væntingar neytenda til ástandsins eftir 6 mánuði segja hins vegar aðra sögu. Sú vísitala mælist nú 92,5 stig sem er lægsta gildi hennar í nokkurn tíma, en sé mælingin undir 100 eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir.

Líklegt er að sú ókyrrð sem ríkt hefur á bæði innlendum og erlendum fjármálamörkuðum, ásamt fregnum af neikvæðum horfum í heimsbúskapnum, hafi áhrif á væntingar neytenda til komandi missera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×