Viðskipti innlent

Tchenguiz gaf stjórnarlaunin til góðgerðarmála

Robert Tchenguiz stjórnarmaður í Exista.
Robert Tchenguiz stjórnarmaður í Exista.

Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, þáði ekki laun fyrir stjórnarsetu í félaginu á síðasta ári. Í stað þess ákvað hann að gefa upphæðina, sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna, til góðgerðamála. Tchenguiz er umsvifamikill fjárfestir í Evrópu. Auk þess að vera hluthafi í Exista á hann, ásamt bróður sínum, meðal annars stóran hlut í Mitchells & Butlers, matvöruverslunarkeðjunni Sainsbury´s og tölvuleikjaframleiðslufyrirtækinu SCi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×