Viðskipti innlent

Lýður fékk 150 milljónir í fyrra

Lýður Guðmundsson.
Lýður Guðmundsson.

Lýður Guðmundsson fékk greiddar 150 milljónir króna í laun fyrir stjórnarformennsku í Exista á síðasta ári. Forstjórar fyrirtækisins, þeir Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason, fengu einungis um fjórðung á við Lýð. Sigurður fékk tæpar fjörutíu milljónir en Erlendur rétt rúmar 33,2.

Fjárfestingafélagið Exista hagnaðist um 50 milljarða á síðasta ári sem er 34,5% meira en árið á undan. Þetta kom fram í afkomutilkynningu sem sent var Kauphöllinni í dag. Eigið fé félagsins var 216 milljarðar um áramót og jókst um 25% á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×