Viðskipti innlent

Exista hagnaðist um 50 milljarða á síðasta ári

Erlendur Hjaltason forstjóri, Lýður Guðmundsson stjórnarformaður og Sigurður Valtýsson forstjóri geta verið ánægðir með árangur Exista á síðasta ári.
Erlendur Hjaltason forstjóri, Lýður Guðmundsson stjórnarformaður og Sigurður Valtýsson forstjóri geta verið ánægðir með árangur Exista á síðasta ári.

Fjárfestingafélagið Exista hagnaðist um 50 milljarða á síðasta ári sem er 34,5% meira en í hitteðfyrra. Þetta kom fram í afkomutilkynningu sem sent var Kauphöllinni nú fyrir skömmu. Eigið fé félagsins 216 milljarðar um áramót og jókst um 25% á árinu.

Afkoma á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var neikvæð um 26 milljarða eftir skatta og segir í tilkynningunni að miklar sviptingar á fjármálamörkuðum hafi haft veruleg áhrif á virði eigna.

„Á tímum mikilla sviptinga á fjármálamörkuðum nýtur Exista góðs af traustum rekstri dótturfélaga og hlutdeildarfélaga. Óvenjulega skarpt verðfall á mörkuðum hefur reynt á undirstöður félagsins og hefur Exista sýnt mikinn styrk við þær aðstæður. Við erum undir það búin að takast á við ytri sveiflur og högum rekstri félagsins og áhættustýringu í samræmi við það. Lausafjárstaða er mjög góð og undirstöður eru traustar. Stjórnendur félagsins gera sér grein fyrir að hluthafar okkar hafa fundið fyrir miklum sveiflum í verði hlutabréfa að undanförnu, eins og reyndar fjárfestar víða um heim. Hins vegar teljum við að Exista hafi skapað sér afar athyglisverða stöðu á norrænum fjármálamarkaði sem feli í sér mikil tækifæri fyrir félagið til framtíðar," segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×