Viðskipti innlent

Flaga lækkaði mest

Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu.
Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu. MYND/ÞÖK

Tuttugu félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag og fór Flaga Group þar fremst í flokki. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp þrjú prósent og stendur nú í 5.375,65 stigum. Gengi bréfa Flögu lækkaði um 11,81 prósent í dag eftir miklar hækkanir síðustu daga. Spron lækkaði um átta prósent og Fl Group fór niður um 7,69 prósent og er gengið nú 10,20.

Aðeins tvö félög fóru lítillega upp í dag. Atlantic Airways um rúmt prósent og Century Aluminium Company um 0,60 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×