Viðskipti innlent

Kögun skilar 645 milljón kr. hagnaði

Kögun ehf. hefur sent frá sér uppgjör fyrir síðasta ár. Þar kemur fram að hagnaður félagsins eftir skatta nam 645 milljónum kr.

Rekstrartekjur urðu samtals 9 milljarðar kr. og jukust frá árinu á undan um 24% eða rúmlega 1,7 milljarða kr.

Í tilkynningu frá Kögun um uppgjörið segir að stjórnendur félagsins séu mjög ánægðir en hefur rekstur samsteypunnar gengið vel og nær öll fyrirtækin innan samsteypunnar af skilað afkomu sem sé yfir áætlunum.

Dótturfélög Kögunnar eru Skýrr ehf., ESJ ehf og Eskil ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×