Viðskipti innlent

Hagnaður Kaupþings nam 70 milljörðum króna

Hagnaður Kaupþings banka eftir skatta á síðasta ári nam 70,0 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár á árinu var 23,5 prósent.

Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi jukust um 60,3 prósent á milli ára, námu 23,7 millörðum kr. Hreinar þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi jukust um 19 prósent á milli ára, námu 14,1 milljarði kr.

 

Heildareignir námu 5.347,3 milljörðum króna í lok ársins - jukust um 35,8% á föstu gengi á árinu, en um 31,9% í íslenskum krónum.

 

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri segir í tilkynningu: "Árið 2007 var gott hjá Kaupþingi. Framan af ári gekk sérlega vel en viðsnúningur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum setti mark sitt á seinni hluta ársins. Arðsemi eigin fjár nam 23,5 prósent sem verður að teljast vel viðunandi. Vel gengur í allri grunnstarfsemi bankans og hafa vaxtatekjur bankans aldrei verið hærri en nú á fjórða ársfjórðungi.

Samanlagður hagnaður bankanna 150 milljarðar

Nú hafa allir fjórir stóru bankarnir birt uppgjör sín og högnuðustu þeir samanlagt um rúma 150 milljarða á síðasta ári. Landsbankinn hagnaðist um 40 milljarða króna, Glitnir um 27,7 milljarða, Straumur um 14 milljarða og loks Kaupþing um 70 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×