Viðskipti innlent

Hagnaður Glitnis nam 27,7 milljörðum kr.

Glitnir hefur birt uppgjör sitt fyrir síðasta ári. Hagnaður samstæðunnar nam 27,7 milljörðum króna eftir skatta.

Hreinar rekstrartekjur jukust um 17,2% milli ára. Hagnaður fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 3,8 milljörðum kr. miðað við 10,4 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi

Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi voru 11,9 milljarðar kr. og hækkuðu um 54,6% frá fjórða ársfjórðungi 2006. Þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi ársins námu 10,6 milljörðum kr. og jukust lítillega frá sama ársfjórðungi í fyrra. 52% af hagnaði bankans fyrir skatta á árinu 2007 myndaðist af starfsemi utan Íslands

Heildareignir voru 2.949 milljarðar kr. en voru 2.246 milljarðar kr. í ársbyrjun 2007.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis segir í tilkynningu um uppgjörið: "Þegar ég lít yfir afkomutölurnar er ánægjulegt að sjá svo góðan vöxt í hreinum vaxta- og þóknanatekjum eins og raun ber vitni. Þóknanatekjur bankans voru stöðugar á árinu og námu samtals um 37,6 milljörðum króna, sem er um 42% aukning frá árinu áður.

Ég er einnig ánægður að sjá tekjur af kjarnastarfsemi bankans vaxa á nýjan leik þar sem vöxturinn nam um 21% á ársgrundvelli auk þess sem traust útlánasafn bankans tryggir okkur góðar vaxtatekjur á þessu ári."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×