Viðskipti innlent

Hagnaður Bakkavarar nam 13,7 milljörðum kr.

Rekstrarhagnaður Bakkavarar nam 13,7 milljörðum kr. á síðasta ári. Veltan nam 186,4 milljörðum kr. sem er 21% aukning.

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar segir í tilkynningu um ársuppgjörið að á árinu 2007 hafi Bakkavör staðið frammi fyrir erfiðustu rekstrarskilyrðum í áratugi, auk þess sem ýmsir aðrir þættir höfðu neikvæð áhrif á afkomu félagsins á árinu. Þar ber helst að nefna vöruinnköllun í byrjun árs, snarpar hækkanir á hráefnisverði, afleitt veðurfar í Bretlandi og hagræðingu í framleiðslu okkar á tilbúnum réttum. Þrátt fyrir þetta styrkti félagið stöðu sína á alþjóðavettvangi með kaupum á fimm fyrirtækjum á árinu.

„Þá er ánægjulegt að greina frá kaupum á tveimur fyrirtækjum til viðbótar sem tilkynnt voru í dag - annars vegar kaup á matvælaframleiðanda í Kaliforníu sem marka upphaf starfsemi okkar í Bandaríkjunum og hins vegar kaup á grænmetisframleiðanda í Kína. Við gerum ráð fyrir því að aðstæður verði áfram krefjandi á árinu 2008, en undirstöður rekstrar Bakkavarar eru traustar," segir Ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×