Viðskipti innlent

Teymi hagnast um 1,3 milljarða króna

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Hagnaður Teymis, móðurfélags Vodafone, nam rúmum 1,3 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að innri vöxtur félagsins hafi numið rúmum 15 prósentum og voru tekjur þess um 21,5 milljarðar króna.

 

 

Þegar aðeins er rýnt í fjórða ársfjórðung síðasta árs kemur fram að tekjur félagsins hafi verið rúmir 6,2 milljarðar. Var hagnaður tímabilsins 221 milljón króna.

 

 

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segir í tilkynningu að árangurinn á árinu 2007 sé umfram væntingar á fyrsta heila rekstrarári félagsins. Flest félög innan samsteypunnar hafi sýnt bestu afkomu sína frá upphafi og sjóðstreymið hafi verið mjög sterkt.

,,Við einsettum okkur að skila góðum rekstrarárangri og gera félagið að eftirsóknarverðum fjárfestingarkosti. Það markmið náðist því Teymis fyrirtækin uxu hraðar en markaðirnir sem þau störfuðu á og verðmæti Teymis jókst umtalsvert á árinu, þrátt fyrir miklar hræringar á fjármálamarkaði seinni hluta ársins," segir Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×