Viðskipti innlent

„Áhrifamesta konan í tískuheiminum“ ráðin forstjóri Whistles

Jane Shepherdsson með Phillip Greene og Kate Moss.
Jane Shepherdsson með Phillip Greene og Kate Moss.
Jane Shepherdsson, ein aðalsprautan bak við velgengni Top Shop verslunakeðjunnar undanfarin ár hefur verið ráðin forstjóri keppinautarins Whistles.

Landflótti virðist brostinn á hjá Top Shop, sem er í eigu Phillips Green, en hönnuðir og stjórnendur sem hafa átt stóran þátt í velgengni hennar undanfarin misseri hættu á síðasta ári. Þeir koma nú saman hjá Whistles, sem er í eigu baugs, undir stjórn Shepherdsson, fyrrverandi vörumerkjastjóra Top Shop.

Shepherdsson hefur margsinnis verið lýst sem einni áhrifamestu konunni í tískuheiminum. Hún fór frá Top Shop í fússi í lok árs 2006, vegna óánægju með að Greene hefði einhliða boðið Kate Moss hefði að hanna fatalínu fyrir búðina.

Opinberlega hefur hún síðan unnið við ráðgjöf fyrir Oxfam and People Tree, en samkvæmt breskum fjölmiðlum mun hún samhliða hafa staðið í samningum við Baug um flutninginn yfir til Whistles. Úr varð að Baugur fellst á að taka Whistles út úr Mosaic Fashion samsteypunni, og Sheperdsson og hópurinn kringum hana kaupir tuttugu prósent í fyrirtækinu. Sá hlutur er nú metinn á um 20 milljónir punda, eða rúman tvo og hálfan milljarð króna.

Greene átti erfitt með að dylja vonbrigði sín þegar fjölmiðlar leituðu viðbragða við ráðningu hennar hjá Whistles. „Ef þú hefur besta starfið í tískuheiminum og endar þarna (hjá Whistles) hvað segir það þér?" hreytti hann í blaðamann. Það sem það segir Greene að öllum líkindum, þó hann sé tregur til að viðurkenna að, er að Top Shop muni mæta aukinni samkeppni á næstunni.

Whistles hefur þótt í töluverðri lægð, og er téðri Shepherdsson er einmitt að hluta til kennt um að miður fór hjá keðjunni. Á áttunda og níunda áratugnum var Whistles vinsælt vörumerki, einkum þekkt fyrir óvenjulega sniðin föt. Árið 2001 seldi stofnandi keðjunnar hana, og hún byrjaði að dala - sama ár og Top Shop, undir forystu Shepherdsson festi sig kyrfilega í sessi sem ódýr og smart búð fyrir bæði efnaminni námsmenn og betur stæðar framakonur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×