Viðskipti innlent

Flaga heldur áfram að hækka sig

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Viðskiptin í Kauphöll Íslands hafa verið þokkaleg í morgun. Flaga Group heldur áfram að hækka sig en félagið hefur hækkað um 27,54% í dag en félagið hækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöllinn í gær.

Spron hefur einnig hækkað það sem af er degi sem og Atlantic Petroleum og Atlantic Airways. Í dag hefur einnig verið létt yfir Exista en félagið hefur hækkað um 2,82%.

Alls hafa þrettán félög hækkað í dag en sjö félög lækkað. Eik Banki hefur lækkað um 2,97% og einnig Færeyski bankinn um 2,78%.

Mestu viðskipti hafa verið með bréf Glitnis og Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×