Fleiri fréttir

Fyrstu Uridashi-skuldabréfin í krónum

Alþjóðabankinn tilkynnti í morgun um útgáfu svokallaðs uridashi-bréfs í krónum að nafnvirði ríflega 1,3 milljarðar kr., og er útgáfan til tveggja ára.

Bland í poka í kauphöllinni

Markaðurinn fór fremur rólega af stað í morgun og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 0,13% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Óvissuþættir í þjóðhagsspá fleiri en oft áður

Áætlað er að hagvöxtur á síðasta ári hafi verið um 2,7 prósent sem er tveimur prósentustigum meira en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins í haust. Ráðuneytið birtir í dag endurskoðaða þjóðhagsspá fyrir árin 2007-2009 og segir óvissuþætti í henni nokkru fleiri en áður.

FL Group semur um viðskiptavakt

FL Group hefur samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka og Glitni banka um að annast viðskiptavakt með hlutabréf í FL Group fyrir eigin reikning félaganna.

Átján lækkuðu, tvö hækkuðu

Átján félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Icelandic Group lækkaði mest, um 5,63 prósent og Fl Group fylgdi í kjölfarið með lækkun upp á 5,42 prósent. SPRON lækkaði einnig, um 4,36 prósent og Kaupthing um 3,87 prósent svo eitthvað sé nefnt.

Skipti áfram með í baráttunni um slóvenska símann

Einkavæðingarnefnd slóvensku ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Skipti annars vegar og fjárfestingarsjóðina Bain Capital og Axos Capital hins vegar, sem buðu sameiginlega í félagið, um kaup á Telekom Slovenije.

FL Group á leið á botninn

Gengi FL Group stendur nú í 10,81 krónur á hlut. Það hefur ekki farið niður fyrir 11 krónur á hlut síðan 10. janúar 2005, en þá var það 10,35. FL Group lækkaði mest allra félaga í vikunni sem leið í Kauphöllinni. Félagið lækkaði um 12,7% en Exista fylgdi hart á hæla þess með 11,8% hækkun.

Síminn prófar langdrægt 3G farsímakerfi

Síminn hefur fengið úthlutað tilraunaleyfi frá Póst og fjarskiptastofnun fyrir langdrægt 3G farsímakerfi. Helstu kostir kerfisins umfram hefðbundin GSM kerfi eru sagðir þeir að drægni nýja kerfisins er 50 prósentum meiri auk þess sem mögulegur gagnahraði er þúsundfaldur á við það sem býðst í langdrægum GSM kerfum. Síminn vinnur þessa dagana að uppsetningu á búnaðinum á Suðurlandi og áætlar að hefja tilraunir í þessari viku.

Spá 8% gengislækkun krónunnar á árinu

Í nýrri gengis- og stýrivaxtaspá greiningar Glitnis segir að gengi krónunnar muni lækka um 8% yfir árið og að gengisvísitalan muni standa nærri 130 stigum við lok ársins.

Dæmigerður mánudagur á markaðnum

Gengi fjármálafyrirtækja lækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag á meðan Alfesca hækkaði. Gengi bréfa í SPRON hefur lækkað mest, eða um 3,15 prósent. Á eftir fylgja Kaupþing, Exista, Glitnir og Straumur sem hafa lækkað á bilinu rúmlega tvö til eitt prósent. Gengi Landsbankans hefur lækkað minnst fjármálafyrirtækjanna, eða um tæpt prósent.

Saga Capital telur brot á reglum ekki skipta máli

Í máli fjárfestingarbankans Saga Capital gegn Dögg Pálsdóttur sem Vísir sagði frá í vikunni er ágreiningur um hvort Dögg og fyrirtæki hennar Insolidum hafi vitað hver ætti stofnfjárbréf í Spron sem fest voru kaup á.

Baugur og Formúlan

Baugur kveðst ekki hafa keypt þriðjungshlut í liði Williams í Formúlu 1 kappakstrinum líkt og látið er að liggja á vef International Herald Tribune í gær. Orðrómurinn um aðkomu Baugs hefur hins vegar verið lífseigur

Range Rover og pelsar rjúka út

Góðborgarar vestanhafs ríghalda nú um veskin, en mikið dró úr sölu á lúxus varningi í jólamánuðinum, eftir stöðuga aukningu misserin á undan. Íslendingar láta þó ekki smávægilegar efnahagskrísur hræða sig frá stórinnkaupum.

Atvinnuleysi í algjöru lágmarki

Atvinnuleysi í desember síðastliðinn var 0,8% eða að meðaltali 1.357 manns, sem eru 36 fleiri en í nóvember síðastliðinn eða 2,6% aukning. Atvinnuleysi er um 28% minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,2%, eftir því sem fram kemur á vef Vinnumálastofnunar.

SPRON hækkar mest annan daginn í röð

Gengi SPRON hækkaði um tæp 3,4 prósent í lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið hækkar en í gær fór það upp um rúm fjögur prósent. Sparisjóðurinn hefur hins vegar ekki átt góðu gengi að fagna síðan hann var skráður á markað í október en það hefur lækkað um 9,5 prósent frá áramótum.

Greining Glitnis spáir stýrivaxtalækkun í maí

Greining Glitnis telur að Seðlabankinn muni stíga fyrsta vaxtalækkunarskrefið á árinu á vaxtaákvörðunardegi bankans 22. maí næstkomandi með 0,25 prósentustiga lækkun niður í 13,5%.

Rífandi gangur á SPRON

Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 5,5 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og leiðir það gengishækkun á öllum íslenskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem þar eru skráð. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið tekur kipp en það hefur hækkað um tæp tíu prósent á tveimur dögum.

Stærstu viðskipti í sögu VBS

VBS fjárfestingarbanki hf. hefur haft milligöngu um kaup á öllum eignarhlutum Blikastaða ehf. og Íslenskra aðalverktaka hf. í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Þetta eru stærstu viðskipti í 10 ára sögu VBS, en kaupverð landsins er trúnaðarmál.

Fyrsta hækkun ársins í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group rauk yfir tíu prósent þegar mest lét í mikilli uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins áður en það gaf eftir fyrir SPRON. Úrvalslvísitalan endaði í plús í fyrsta sinn á árinu í dag.

Milestone fjárfestir í makedónskum víniðnaði

Milestone, fjárfestingarfélag Karls Wernerssonar, hefur kynnt plön um að fjárfesta í Makedóníu, meðan annars í þarlendum víniðnaði, fyrir sex milljónir evra, að sögn makedónska vefmiðilsins Makfax.

Erfiðleikar Gnúps hækka skuldatryggingaálag ríkisins

Skuldatryggingaálag á skuldbindingar íslenska ríkisins til fimm ára hækkaði mikið í gær og stendur nú í 126,7 punktum. Hæst fór álagið upp í 130 punkta í gær úr 75 punktum daginn áður. Til samanburðar má geta þess að álagið var innan við 20 punkta í október síðastliðnum og á bilinu 5-15 punktar í sumar.

Allt á uppleið í Kauphöllinni

Gengi Bakkavarar og Færeyjabanka hefur hækkað um rúmlega sex prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins en á eftir fylgja bréf í SPRON, Existu og FL Group sem öll hafa hækkað um rúm fjögur prósent.

Fresta tillögum um breytingar fram yfir hlutahafafund

Novator í Finnlandi, félag í eigu Björólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að fresta tillögum sínum um skipulagsbreytingar á finnska símafélaginu Elisa þar til eftir hluthafafund 21. janúar.

Gnúpur semur við lánardrottna

Skuldir Gnúps hafa minnkað, eignir verið seldar og starfsemi verður dregin saman. Pálmi Haraldsson í Fons kaupir hlut Gnúps í FL Group á 10 milljarða.

Íslenska fjármálakerfið stendur á traustum grunni

"Við blasir að bankar og sparisjóðir standa traustum fótum og að íslenska fjármálakerfið standi að sama skapi á traustum grunni, enda ekkert bent til annars en þess," segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á vefsíðu sinni í dag. Björgvin hitti Jón Sigurðsson nýskipaðan formann Fjármálaeftirlitsins í dag.

Pálmi kaupir 10 milljarða hlut Gnúps í FL Group

Fons, félag í Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur keypt rétt rúmlega 6% hlut af Fjárfestingafélaginu Gnúpi í FL Group fyrir um 10 milljarða eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru fram á genginu 12,1 sem er töluvert yfir lokagengi FL Group í dag. Það var 11,32 og hafði lækkað um 7,97% frá opnun markaða.

FL Group lækkaði um 8%

Íslenska úrvalsvísitalan rétti úr kútnum undir lok dags og hafði lækkað um 3,42% við lokun markaða. Hún stendur nú í 5459 stigum. FL Group lækkaði mest eða um 7,97%. Straumur-Burðarás lækkaði um 4,53%, SPRON lækkaði um 4,52% og Glitnir banki lækkaði um 3,9%. Önnur félög lækkuðu minna, en ekkert fyrirtæki hækkaði, eftir því sem fram kemur á vef Kaupþings.

Fjármálafyrirtæki í frjálsu falli í Kauphöllinni

Helstu fjármálafyrirtæki landsins hafa verið í frjálsu falli í Kauphöll Íslands í dag og hefur Úrvalsvísitalan fallið um nærri 5,5 prósent í dag. Stendur hún nú í 5.343 stigum og hefur samtals lækkað um rúm 15 prósent fyrstu fimm viðskiptadaga þessa árs.

Veltumet á skuldabréfamarkaði alla vikuna

Veltumet var slegið á skulda- og íbúðabréfamarkaði í gær. Þetta var jafnframt þriðji dagurinn í röð sem metið er slegið, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þá var veltumet slegið með veltu ríkisbréfa á mánudag og vantaði aðeins 300 milljónir upp á að metið sem slegið var á mánudag hefði verið náð.

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icebank

Í tengslum við breyttar áherslur í rekstri Icebank hefur skipulagi bankans verið breytt. Nýju tekjusviði, fyrirtækjaráðgjöf, hefur verið bætt við og tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir, þeir Aðalsteinn Jóhannsson og Sveinn Andri Sveinsson.

Icelandic Glacial valið besta vatnið

Icelandic Glacial, drykkjarvatn sem félag Jóns Ólafssonar framleiðir, hefur verið valið besta vatnið árið 2007 að mati BevNET, áhrifamikils fjölmiðlafyrirtækis á bandarískum drykkjarvörumarkaði.

Snörp dýfa í Kauphöllinni

Exista féll um rúm sjö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór í sitt langlægsta gildi frá upphafi. SPRON fylgdi fast á eftir með lækkun upp á tæp sex prósent. Öll önnur fjármálafyrirtæki féllu um3,8 prósent og meira.

FLE semur við TM Software um tölvuþjónustu

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og TM Software um rekstur á tölvubúnaði og þráðlausu neti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Sjá næstu 50 fréttir