Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður lánaði 68 milljarða á síðasta ári

MYND/E.Ól

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs á síðasta ári námu tæpum 68 milljörðum króna. Þar af námu almenn íbúðalán nærri 55 milljörðum en leiguíbúalán 13 milljörðum.

Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að sjóðurinn hafi lánað 18,6 milljarða á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, þar af 5,2 milljarða í desember.

Í mánaðarskýrslunni er enn fremur bent á að vextir sjóðsins hafi verið hækkaðir í desember og eru þeir 5,5 prósent fyrir lán með uppgreiðsluákvæði og 5,75 prósent fyrir lán án uppgreiðsluákvæðis.

Heildarvelta íbúðabréfa á síðasta ári nam rúmum 1500 milljörðum króna og jókst um tæplega 5 prósent frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir því að Íbúðalánasjóður láni 57-65 milljarða króna á árinu 2008 og þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði á bilinu 14-15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×