Range Rover og pelsar rjúka út Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 11. janúar 2008 15:14 Íslendingar versla Range Rover sem aldrei fyrr. MYND/B&L Góðborgarar vestanhafs ríghalda nú um veskin, en mikið dró úr sölu á „lúxus" varningi svokölluðum í jólamánuðinum, eftir stöðuga aukningu misserin á undan. Íslendingar láta þó ekki smávægilegar efnahagskrísur hræða sig frá stórinnkaupum. Lúxusverslanakeðjan Nordstrom greindi frá því á dögunum að sala í desember hefði verið minnst fjórum prósentum minni en í sama mánuði árið áður, á móti 8,7 prósenta söluaukningu í nóvember. Saks, sem Baugur á hlut í, reiddi litlu betur af, en sala hjá þeim jókst um 0.8% í desember frá fyrra ári. Sala í nóvembermánuði var hinsvegar heilum 25,7 prósentum meiri en sama mánuð í fyrra. Svipaða sögu er að segja af Neiman Marcus, en desembersalan hjá þeim var 2.9 prósentum meiri en árið áður. Íslendingar virðast eiga lengra í land með að átta sig, að minnsta kosti ef skoðað er vinsælasta stöðutákn landsins - Range Rover. Andrés Jónsson, markaðsstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla segir ekkert hafa dregið úr sölu á bílunum. Þvert á móti hafi hún aukist. „Árið í fyrra var metár hjá okkur. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að sala í janúar verði meiri en í fyrra." segir Andrés, og bætir við að þegar hafi verið afhentir fjórir eða fimm nýjir Range Rover það sem af er ári. Þá er umboðið að leggja inn pöntun fyrir sérútgáfum af Range Rover bílum. Þeir bílar verða með stærri vélar og breyttir ytra sem innra. Sérútgáfurnar verða töluvert dýrari en þær sem í boði eru nú. Karl Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum, hefur ekki fundið fyrir því að Íslendingar séu mikið að halda í við sig. „Þetta er bara mjög svipað og undanfarin ár. Við finnum lítið fyrir sveiflum í þessu", segir Karl um jólasöluna hjá Pelsinum. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að kaupgleði Íslendinga fari dvínandi. „Við erum svo sérstök við Íslendingar." segir Kalli að lokum og hlær. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Góðborgarar vestanhafs ríghalda nú um veskin, en mikið dró úr sölu á „lúxus" varningi svokölluðum í jólamánuðinum, eftir stöðuga aukningu misserin á undan. Íslendingar láta þó ekki smávægilegar efnahagskrísur hræða sig frá stórinnkaupum. Lúxusverslanakeðjan Nordstrom greindi frá því á dögunum að sala í desember hefði verið minnst fjórum prósentum minni en í sama mánuði árið áður, á móti 8,7 prósenta söluaukningu í nóvember. Saks, sem Baugur á hlut í, reiddi litlu betur af, en sala hjá þeim jókst um 0.8% í desember frá fyrra ári. Sala í nóvembermánuði var hinsvegar heilum 25,7 prósentum meiri en sama mánuð í fyrra. Svipaða sögu er að segja af Neiman Marcus, en desembersalan hjá þeim var 2.9 prósentum meiri en árið áður. Íslendingar virðast eiga lengra í land með að átta sig, að minnsta kosti ef skoðað er vinsælasta stöðutákn landsins - Range Rover. Andrés Jónsson, markaðsstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla segir ekkert hafa dregið úr sölu á bílunum. Þvert á móti hafi hún aukist. „Árið í fyrra var metár hjá okkur. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að sala í janúar verði meiri en í fyrra." segir Andrés, og bætir við að þegar hafi verið afhentir fjórir eða fimm nýjir Range Rover það sem af er ári. Þá er umboðið að leggja inn pöntun fyrir sérútgáfum af Range Rover bílum. Þeir bílar verða með stærri vélar og breyttir ytra sem innra. Sérútgáfurnar verða töluvert dýrari en þær sem í boði eru nú. Karl Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum, hefur ekki fundið fyrir því að Íslendingar séu mikið að halda í við sig. „Þetta er bara mjög svipað og undanfarin ár. Við finnum lítið fyrir sveiflum í þessu", segir Karl um jólasöluna hjá Pelsinum. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að kaupgleði Íslendinga fari dvínandi. „Við erum svo sérstök við Íslendingar." segir Kalli að lokum og hlær.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira