Viðskipti innlent

Fresta tillögum um breytingar fram yfir hlutahafafund

Orri Hauksson er stjórnandi Novators í Finnlandi og annar þeirra sem Novator sér fyrir sér í stjórn Elisa.
Orri Hauksson er stjórnandi Novators í Finnlandi og annar þeirra sem Novator sér fyrir sér í stjórn Elisa.

Novator í Finnlandi, félag í eigu Björólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að fresta tillögum sínum um skipulagsbreytingar á finnska símafélaginu Elisa þar til eftir hluthafafund 21. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Novator sendi frá sér í gær.

Þar segir enn fremur að Novator muni áfram sækjast eftir tveimur stjórnarsætum í stjórn Elisa en félagið er stærsti hluthafinn í félaginu með nærri 11,5 prósent.

Síðla nóvembermánaðar fór Novator fram á það að boðað yrði til aukaaðalfundar til þess að gera breytingar á stjórn félagsins og endurskipuleggja rekstur þess til þess að auka hagnað hluthafa og bæta þjónustu félagsins.

Í tilkynningunni í gær segir að til þess að hægt sé að skoða og ræða vel og hugmyndir Novators hafi verið ákveðið að fresta tillögum félagsins um skipulagsbreytingar fram yfir hluthafafundinn. Áfram verði þó sóst eftir tveimur sætum í stjórn Elisa en Novator. Félagið telji að mikil tækifæri búi í Elisa sem þó verði ekki nýtt án breytinga innan fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×