Viðskipti innlent

FL Group lækkaði mest í erfiðri viku í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group.

FL Group lækkaði mest í vikunni sem leið í Kauphöllinni. Félagið lækkaði um 12,7% en Exista fylgdi hart á hæla þess með 11,8% hækkun.

Fjórtán af átján skráðum félögum í Kauphöllinni lækkuðu en Icelandic Group var það fyrirtæki sem lækkaði þriðja mest eða um 8,8%.

Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars rekur Vísi hækkaði um 1,5% en Icelandair Group hækkaði mest um 2,8%. Spron er að taka við sér þrátt fyrir mikla umræðu um meint ólögleg innherjaviðskipti í vikunni. Félagið hækkaði um 1,9% en Spron hefur verið í nánast frjálsu falli síðan það var skráð á markað í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×