Viðskipti innlent

Stærstu viðskipti í sögu VBS

Tómas Eiríksson er forstöðumaður framkvæmdafjármögnunar VBS fjárfestingarbanka.
Tómas Eiríksson er forstöðumaður framkvæmdafjármögnunar VBS fjárfestingarbanka.

VBS fjárfestingarbanki hf. hefur haft milligöngu um kaup á öllum eignarhlutum Blikastaða ehf. og Íslenskra aðalverktaka hf. í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Þetta eru stærstu viðskipti í 10 ára sögu VBS, en kaupverð landsins er trúnaðarmál.

Mestur hluti landsins, sem um ræðir, liggur vestan núverandi byggðar í Mosfellsbæ. Meginhluti þess er neðan Vesturlandsvegar og nær að ánni Korpu við bæjarmörk. Þá er hluti landsins ofan Vesturlandsvegar, í hlíðum Úlfarsfells. Í tilkynningu frá VBS segir að félagið hafi þegar gengið frá samkomulagi við Holtasel ehf., móðurfélag Eyktar hf., um framtíðar eignarhald á landinu, frekari þróun svæðisins og uppbyggingu þess.

Kort af Blikastaðalandinu.
„Fyrir liggur rammaskipulag þar sem gert er ráð fyrir rúmlega 1.800 íbúðum í landi Blikastaða. Auk íbúðarbyggðar eru umtalsverð svæði ætluð undir atvinnustarfsemi, einkum næst mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Reiknað er með mikilli eftirspurn eftir lóðum á svæðinu á komandi árum. Fyrirhuguð Sundabraut mun létta umferð af Vesturlandsvegi um það leyti sem áætlað er að uppbygging verði komin í fullan gang á svæðinu. Viðskipti þessi eru þau stærstu í 10 ára sögu VBS," segir í tilkynningu frá VBS.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×