Viðskipti innlent

Stjórnarmaður í SPRON þvertekur fyrir ólögleg innherjaviðskipti

Deilt er um kaup á hlutabréfum í SPRON.
Deilt er um kaup á hlutabréfum í SPRON.
Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, segir að Sundagarðar ehf. hafi selt Saga Capital bréf sín í SPRON. „Ég veit hins vegar ekkert hvað varð um þau bréf eftir það," segir Gunnar. Hann segir að salan á bréfunum hafi ekki verið tilkynnt til Kauphallarinnar enda hafi SPRON ekki verið skráð þar á þessum tíma. „En þar sem ég er innherji að þá ráðfærði ég við regluvörð SPRON og hann gaf grænt ljós á þessi viðskipti," sagði Gunnar Þór Gíslason í samtali við Vísi.

Í máli Saga Capital gegn Dögg Pálsdóttur sem tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag er meðal annars deilt um hver það var sem átti bréfin sem Insolidum, sem er félag í eigu Daggar Pálsdóttur, keypti. Saga Capital segist hafa selt bréfin úr eigin safni en Insolidum telur augljóst að bréfin hafi verið í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar stjórnarmanns Spron og eins af eigendum Saga Capital.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×