Viðskipti innlent

Greining Glitnis spáir stýrivaxtalækkun í maí

Greining Glitnis telur að Seðlabankinn muni stíga fyrsta vaxtalækkunarskrefið á árinu á vaxtaákvörðunardegi bankans 22. maí næstkomandi með 0,25 prósentustiga lækkun niður í 13,5%.

Samkvæmt spá greiningarinnar er reiknað með að í kjölfarið komi lækkunarferli þar sem bankinn fer með stýrivexti niður í 12% í árslok og 9% í lok næsta árs.

Þetta er nokkur breyting frá fyrri spá greiningar Glitnis um óbreytta vexti fram í júlí og 12,5% stýrivexti í lok ársins. Ástæðan er fyrst og fremst lakari horfur hvað varðar innlenda eftirspurn næsta kastið þar sem skert aðgengi að lánsfé, minni umsvif innlendra fyrirtækja og hjaðnandi eignaverðsáhrif hægja á einkaneyslu, draga úr fjárfestingu, kæla niður fasteignamarkað og draga úr innlendum verðbólguþrýstingi næstu misserin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×