Viðskipti innlent

Björgólfur Thor fjárfestir fyrir milljarða í Kaupmannahöfn

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fest kaup á 20% af fasteignafélaginu Copenhagen Residental. Í eigu félagsins eru meðal annars 400 íbúðir í Kaupmannahöfn.

Að sögn viðskiptablaðsins Börsen er Copenhagen Residental metið á um 15 milljarða kr. þannig að viðskipti Björgólfs nema um 3 milljörðum kr. Þar að auki hafa Straumur og fjárfestirinn Birgir Bieldvedt keypt minni hluti í Copenhagen Residental.

Seljandi hlutarins var fasteignafélagið Sjælsö Gruppen en þeir Björgólfsfeðgar, Straumur-Burðarás og Birgir Bieldvedt eru meðal stærstu eigenda þess félags.

Íbúðir þær sem félagið byggir eru fyrst leigðar á almennum markaði en síðan seldar. Björgólfur vildi ekki tjá sig um kaupin við Börsen í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×