Viðskipti innlent

Milestone fjárfestir í makedónskum víniðnaði

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Karl Wernersson
Karl Wernersson MYND/365
Milestone, fjárfestingarfélag Karls Wernerssonar, hefur kynnt plön um að fjárfesta í Makedóníu, meðan annars í þarlendum víniðnaði, fyrir sex milljónir evra, að sögn makedónska vefmiðilsins Makfax.

Fjárfestingarfélagið tók í gær við stjórnartaumunum í Makedónska bankanum Kreditno-Investiciona Banka (KIB), en félagið keypti bankann síðla árs 2007 fyrir um 4,4 milljónir evra. Á hluthafafundi í bankanum í gær var Jordan Trajkov kjörinn forstjóri bankans.

Samhliða fjárfestingunum mun Milestone gefa hundrað þúsund evrur til mannúðarmála, þar af fara þrjátíu þúsund í það að skapa störf fyrir fatlað fólk. Þá fær þjóðminjasafn Makedóníu þrjátíu þúsund evrur í til rannsókna og varðveislu á menningararfleifð og sögu landsins. Þær fjörtíu þúsund sem eftir standa fara í sjóð sem ætlað er að styrkja makedónska nemendur til MBA náms í íslenskum háskólum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×