Viðskipti innlent

Átján lækkuðu, tvö hækkuðu

MYND/Stefán Karlsson

Átján félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Icelandic Group lækkaði mest, um 5,63 prósent og Fl Group fylgdi í kjölfarið með lækkun upp á 5,42 prósent. SPRON lækkaði einnig, um 4,36 prósent og Kaupthing um 3,87 prósent svo eitthvað sé nefnt.

Aðeins tvö félög hækkuðu í dag, Century Aluminium um 1,32 prósent og Alfesca um 0,15 prósent. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,21 prósent. Mestu viðskipti voru með bréf Kaupthings en bréf í því félagi skiptu um hendur fyrir tvo milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×