Fleiri fréttir

Neytendaréttur skýr við kaup á ferðum

Kaupi manneskja pakkaferð í gegnum ferðaskrifstofu gilda um ferðina lagaákvæði sem tryggja neytendavernd. Skilmálar ferðaskrifstofa eru í samræmi við lögin að sögn Steinunnar Tryggvadóttur, sölustjóra hjá Úrval Útsýn.

Hyggur á stórsókn þrátt fyrir milljarða tap

Halldór Jörgensson, fráfarandi framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, er tekinn við sem sölu- og markaðsstjóri Surface-spjaldtölvu Microsoft alls staðar utan Bandaríkjanna. Halldór mun þó starfa áfram hér á landi.

Eignir heimilanna aukast meira en skuldir

Skuldir íslenskra heimila jukust um rúmlega 1,5 prósent á síðasta ári og skuldar meðalheimilið nú um 12 milljónir króna. Eignirnar jukust þó meira, um 6,9 prósent samkvæmt samantekt Ríkisskattstjóra.

Heimilin fá 18 milljarða þann 1. ágúst

Rúmlega 18 milljarðar króna verða greiddir úr ríkissjóði til heimilanna 1. ágúst næst komandi í formi barnabóta, vaxtabóta og vegna ofgreiddra skatta.

Greiða 5,6 milljarða í auðlegðarskatt

Alls greiða 5.980 manns eða 3.100 fjölskyldur auðlegðarskatt í ár. Skatturinn nemur um 5,6 milljörðum króna, sem er lækkun um 0,3 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Ríkisskattstjóra.

Segir kaupaukakerfi liðna tíð

Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að tæplega eins prósents eignarhlutur starfsmanna í hlutabréfum í bankanum sé einungis tengdur uppgjöri ríkisins við gamla Landsbankann. Hann sé ekki vísbending um að tekið verði upp kaupaukakerfi í framtíðinni

Eins og litskrúðug gjöreyðing

"Leikurinn snýst í raun um greindarskertar geimverur sem svífa niður til jarðar og byrja að éta allt sem að kjafti kemst,“ segir Viggó Ingimar Jónasson hjá leikjafyrirtækinu Fancy Pants Global.

Ættu að njóta góðs af álhringekju Goldman Sachs

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli.

Telur ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í regluverki raforku- og áliðnaðarins, segir að þróun heimsmarkaðsverðs á áli og birgðastaða áls endurspegli að mjög ósennilegt sé að fleiri álver rísi hér á landi nema raforkan verði seld á ríflegum afslætti. Hann telur mjög ólíklegt að byggt verði álver á Íslandi á næstu árum.

Bankastræti 7 til sölu

Verslunarplássið við Bankastræti 7, sem áður hýsti verslun Sævars Karls, hefur verið sett á sölu. Um er að ræða jarðhæð og kjallara en þar er nú að finna verslun útivistarmerkisins Cintamani.

Nýr framkvæmdastjóri Microsoft

Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, sem er dótturfyrirtæki Microsoft sem annast þjónustu við íslenska viðskiptavini fyrirtækisins.

Íslendingar flykkjast í sólarlandaferðir

"Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air.

Bóla í minkarækt

Áform eru uppi um að reisa minkabú fyrir tíu þúsund læður. Það er tvöfalt stærra en stærsta minkabú landsins. Annað stórt minkabú situr fast í kerfinu. Aldrei hafa verið framleidd fleiri skinn en í ár. Kínverjar kanna möguleikan á risa minkabúi.

Segir árangurstengt launakerfi hafa verið eina kostinn í stöðunni

Nýlega var tilkynnt að starfsmenn Landsbankans myndu eignast tæplega eins prósents hlut í bankanum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, launakerfið harðlega en Steingrímu J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir samning um kerfið hafa verið eina kostinn í stöðunni.

Síldveiðiskip skemma ítrekað bláskeljarækt

Eigandi bláskeljaræktunar á Stykkishólmi fullyrðir að síldveiðibátar hafi ítrekað valdið honum tjóni sem nemur tugum milljóna. Fisksali segist vera algjörlega uppiskroppa með bláskel vegna þessa. Lögregla hefur verið með málið til skoðunar.

HRingurinn fer af stað með látum

Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pylsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið.

Ætti að spara eins og heimilin

Ríkissjóður skuldar nú 1.890 milljarða króna, sem er 36 milljörðum meira en í ársbyrjun 2012. Vaxtakostnaður er 76 milljarðar á ári. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ekki lengur hægt að fresta forgangsröðun.

Tölvupósturinn var dýrkeyptur

Þýski fjárfestingasjóðurinn Hansa Spezial tapaði í gær máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn þrotabúi Kaupþings banka hf.

Þvingunaraðgerðir ESB hafa engin áhrif á sölu makríls

Löndunarbann á makríl og skyldar afurðir hefði lítil sem engin áhrif á íslensk útgerðarfyrirtæki því stærstur hluti aflans er seldur til ríkja utan Evrópusambandsins, aðallega Rússlands og Nígeríu. Í fjögur ár hefur efnislega engin framvinda orðið í makríldeilunni.

Sparaðu með breyttu aksturslagi

Með breyttu aksturslagi og smávægilegum undirbúningi má spara tugi þúsunda árlega í eldsneytiskostnað heimilisins.

Ferðamenn frá Kína eru fémildastir allra

Kínverskir ferðamenn eyða mest ferðamanna hér á landi. Rússar, sem venjulega borga í reiðufé, koma næstir. Verslunarstjóri í miðbænum segir Breta nískasta – þeir láti sér nægja að kaupa eina lyklakippu og splæsi kannski í póstkort að auki.

Horfur Umami orðnar traustari

„Ég var kominn út úr þessu fyrir átta mánuðum en ég veit að félagið er í fullum rekstri. Það er verið að fóðra fullt af fiski og horfurnar eru góðar fyrir haustið,“ segir Óli Valur Steindórsson, stofnandi Umami, um stöðu félagsins í dag.

Þarf að setja skuldbindingar LSR inn í fjárlög

Pétur Blöndal segir vandamál LSR þess eðlis að stórtækar aðgerðir þurfi til þess að bregðast við vandanum. Setja þarf skuldbindingar inn í fjárlög til þess að þær séu tryggðar.

Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður

Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum.

Þúsundir eru að nota OZ

"Fólk er að nota þetta mikið í sumarbústöðum og útilegum. Ætli veðrið eigi ekki einhvern smá þátt í því.“

Meiri tafir hjá Icelandair og Wow

Icelandair og Wow Air voru ekki jafn stundvís fyrri hluta júlímánaðar og á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vefnum Túristi.is.

ESB ávítar Google

Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins segja að Google geri ekki nóg til draga úr áhyggjum samkeppnisaðila.

600 herbergi í tveimur nýjum hótelum

Stærsta hótels landsins á að rísa á Höfðatorgi og kaupsamningur á lóð undir glæsihótel við Hörpu verður undirritaður fyrir helgi. "Við viljum laða til okkar ferðamenn sem eru tilbúnir að borga vel," segir formaður samtaka ferðaþjónustunnar.

LSR þarf að hækka iðgjaldið um áramót

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að það þurfi að hækka iðgjald um eitt prósent til að koma til móts við halla sjóðsins. Eins prósents hækkun myndi kosta ríki og sveitarfélög einn milljarð á ári.

Sjá næstu 50 fréttir