Viðskipti innlent

Ákvörðun slitastjórnar Landsbanka Íslands lögmæt - íslenska ríkið tapaði í héraðsdómi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ákvörðun Landsbankans varðandi við hvaða gengi skyldi miða taldist með öllu lögmæt.
Ákvörðun Landsbankans varðandi við hvaða gengi skyldi miða taldist með öllu lögmæt.
Slitastjórn Landsbankans, LBI hf., vann í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska ríkinu og hollenskum og breskum kröfuhöfum. Snerist málið um lögmæti ákvörðunar slitastjórnarinnar að reikna virði hlutagreiðslna upp í forgangskröfur miðað við verðmæti erlendra gjaldmiðla í apríl 2009. Var íslenskan krónan talsvert sterkari þá en í mars sama ár.

Vildu kröfuhafar að dómari úrskurðaði um hvaða gengi skyldi miða við. Dómarinn tók ekki afstöðu til þess, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Landsbankans um gengisviðmiðun hefði verið í fullu samræmi við lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×