Viðskipti innlent

Bankastræti 7 til sölu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Bankastræti 7 var byggt árið 1930. Þar var Samvinnubankinn lengi til húsa en árið 1998 var innra byrði húsnæðisins endurnýjað að miklu leyti þegar verslun Sævars Karls var opnuð í húsinu.
Bankastræti 7 var byggt árið 1930. Þar var Samvinnubankinn lengi til húsa en árið 1998 var innra byrði húsnæðisins endurnýjað að miklu leyti þegar verslun Sævars Karls var opnuð í húsinu.
Verslunarplássið við Bankastræti 7, sem áður hýsti verslun Sævars Karls, hefur verið sett á sölu. Um er að ræða jarðhæð og kjallara en þar er nú að finna verslun útivistarmerkisins Cintamani. Alls er húsnæðið um 800 fm að stærð. Ekkert verð er gefið upp heldur er óskað eftir tilboðum í eignina.

Fyrirtækjaráðgjöf Arev NI sér um sölu eignarinnar fyrir hönd Vigfúsar Guðbrandssonar & Co ehf. en Arev er eigandi alls hlutafjár í félaginu. Félagið hefur gert leigusamning við Cintamani ehf. um leigu á húsnæðinu út janúar 2021, að því er segir í tilkynningu.

Bankastræti 7 var byggt árið 1930. Þar var Samvinnubankinn lengi til húsa en árið 1998 var innra byrði húsnæðisins endurnýjað að miklu leyti þegar verslun Sævars Karls var opnuð í húsinu.

Áhugasamir hafa viku til að ákveða sig en skila þarf inn tilboðum fyrir 31. júlí nk. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×