Viðskipti innlent

Meiri tafir hjá Icelandair og Wow

Umsvif Wow Air og Icelandair hafa aukist mikið síðasta árið.
Umsvif Wow Air og Icelandair hafa aukist mikið síðasta árið.
Icelandair og Wow Air voru ekki jafn stundvís nú í fyrri hluta júlímánaðar og á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vefnum Túristi.is.

Hjá Icelandair tafðist ein af hverjum fjórum vélum um meira en korter en í fyrra voru 9 af hverjum tíu vélum a réttum tíma.

Wow Air hélt áætlun í 85% tilfella samanborið við 96% í fyrra.

Umsvif Wow Air hafa nærri þrefaldast frá því í fyrra og Icelandair flaug rúmlega áttatíu fleiri ferðir fyrstu tvær vikurnar í júlí en félagið gerði á sama tíma í fyrra, að því er segir á Túristi.is.

Nánari upplýsingar má finna á vef Túrista.is.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×