LSR þarf að hækka iðgjaldið um áramót Lovísa Eiríksdóttir skrifar 17. júlí 2013 09:30 „Það þarf að grípa til aðgerða fyrir 1. október til að koma til móts við halla. Eins prósents hækkun iðgjalda myndi koma halla sjóðsins innan lagalegra marka,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er afar slæm eins og fram hefur komið í greiningu Fjármálaeftirlitsins. Halli sjóðanna nemur um 574 milljörðum króna. Stærstur hluti þessa halla er vegna skuldbindinga LSR. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins er munur á eignum og skuldbindingum sjóðsins um 466 milljarðar króna. Skuldbindingarnar skiptast í 360 milljarða króna halla í B-deild, 60 milljarða króna halla í A-deild og 43 milljarða króna halla í lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. B-deildin er byggð á gömlu kerfi sjóðsins, þar sem sjóðsfélagar hafa unnið sér inn réttindi án þess að þau hafi verið fjármögnuð til fulls. Gamla kerfinu var lokað fyrir nýja sjóðsfélaga árið 1997 til þess að byggja upp nýtt og sjálfbært kerfi sem sett var undir deild A. A-deildin var hönnuð þannig að iðgjöld myndu duga fyrir skuldbindingum, en það hefur ekki staðist. „Í fyrra var munur á eignum og skuldbindingum í A-deild neikvæður um 12,5 prósent fimmta árið í röð. Samkvæmt lögum verður hallinn að vera minni undir 10 prósentum,“ segir Haukur.Haukur Hafsteinsson Haukur bætir við að halli vegna B-deildar sé hins vegar ekki á tíma. „Gamla kerfi sjóðsins er þannig uppbyggt að ekki var gert ráð fyrir því að það væri innistæða fyrir áunnum réttindum, og það hefur alltaf verið vitað. Þó er brýnt að gera áætlun um hvernig eigi að fjármagna þessi réttindi. Til þess að jafna út stöðu B-deildar þyrfti að greiða í sjóðinn 8 milljarða á ári í um það bil 30 ár,“ segir Haukur. Í ársskýrslu sjóðsins segir að tryggingaleg staða B-deildar sé afar óheppileg og að vænlegra hefði verið að ríkissjóður hefði á sínum tíma tekið ákvörðun um að greiða aukalega í B-deildina til að koma til móts við skuldbindingar. Það var hins vegar ekki gert. Ef farið yrði í aðgerðir til að bæta halla LSR bæði með því að hækka iðgjöld um eitt prósent og með því að greiða upp skuldbindingar í B-deild á 30 árum þyrftu ríki og sveitarfélög að gera ráð fyrir níu milljörðum króna árlega til þess að koma til móts við skuldbindingar sjóðsins. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Það þarf að grípa til aðgerða fyrir 1. október til að koma til móts við halla. Eins prósents hækkun iðgjalda myndi koma halla sjóðsins innan lagalegra marka,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er afar slæm eins og fram hefur komið í greiningu Fjármálaeftirlitsins. Halli sjóðanna nemur um 574 milljörðum króna. Stærstur hluti þessa halla er vegna skuldbindinga LSR. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins er munur á eignum og skuldbindingum sjóðsins um 466 milljarðar króna. Skuldbindingarnar skiptast í 360 milljarða króna halla í B-deild, 60 milljarða króna halla í A-deild og 43 milljarða króna halla í lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. B-deildin er byggð á gömlu kerfi sjóðsins, þar sem sjóðsfélagar hafa unnið sér inn réttindi án þess að þau hafi verið fjármögnuð til fulls. Gamla kerfinu var lokað fyrir nýja sjóðsfélaga árið 1997 til þess að byggja upp nýtt og sjálfbært kerfi sem sett var undir deild A. A-deildin var hönnuð þannig að iðgjöld myndu duga fyrir skuldbindingum, en það hefur ekki staðist. „Í fyrra var munur á eignum og skuldbindingum í A-deild neikvæður um 12,5 prósent fimmta árið í röð. Samkvæmt lögum verður hallinn að vera minni undir 10 prósentum,“ segir Haukur.Haukur Hafsteinsson Haukur bætir við að halli vegna B-deildar sé hins vegar ekki á tíma. „Gamla kerfi sjóðsins er þannig uppbyggt að ekki var gert ráð fyrir því að það væri innistæða fyrir áunnum réttindum, og það hefur alltaf verið vitað. Þó er brýnt að gera áætlun um hvernig eigi að fjármagna þessi réttindi. Til þess að jafna út stöðu B-deildar þyrfti að greiða í sjóðinn 8 milljarða á ári í um það bil 30 ár,“ segir Haukur. Í ársskýrslu sjóðsins segir að tryggingaleg staða B-deildar sé afar óheppileg og að vænlegra hefði verið að ríkissjóður hefði á sínum tíma tekið ákvörðun um að greiða aukalega í B-deildina til að koma til móts við skuldbindingar. Það var hins vegar ekki gert. Ef farið yrði í aðgerðir til að bæta halla LSR bæði með því að hækka iðgjöld um eitt prósent og með því að greiða upp skuldbindingar í B-deild á 30 árum þyrftu ríki og sveitarfélög að gera ráð fyrir níu milljörðum króna árlega til þess að koma til móts við skuldbindingar sjóðsins.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira