Ferðamenn frá Kína eru fémildastir allra Lovísa Eiríksdóttir og Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. júlí 2013 07:00 Ferðamenn frá Kína og Rússlandi eyða mun meiri peningum á Íslandi en Bretar. Kínverskir ferðamenn eyða mest hér á landi samkvæmt tölum frá Global Blue á Íslandi, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem halda utan um endurgreiðslur á virðisaukaskatti til ferðamanna. Meðalfærsla Kínverja er 24.147 krónur en meðalfærsla erlendra ferðamanna hér á landi er tæpum tíu þúsund krónum lægri, eða 15.570 krónur. Rússar eru heldur ekki fastheldnir á eyrinn því meðalfærsla þeirra er 20.390 krónur. Því miður fyrir gjaldeyrisþyrsta þjóð er hlutfall ferðamanna frá þessum þjóðum ekki hátt. Þessar tölur komu Andreu Falkvard, verslunarstjóra Rammagerðarinnar í Hafnarstræti í Reykjavík, ekki á óvart. „Kínverjarnir kaupa kannski ekki svo margar vörur en þetta eru allt kostagripir sem þeir kaupa,“ segir hún. „Í síðustu viku kom til mín kínverskur hópur og þá seldi ég til dæmis tvo uppstoppaða lunda. Marga Íslendinga dreymir kannski um það en eru kannski ekki tilbúnir að borga 30 þúsund kall fyrir. Svo keyptu þeir refafeldi og sitthvað fleira. Við kætumst líka þegar við sjáum Rússana koma en þeir kaupa meira og virðast lítið spá í það hvað þeir setja ofan í körfuna. Þeir borga líka alltaf í reiðufé og halda ekki fast um það.“ Kristján Másson hjá Global Blue á Íslandi er líka kátur með þessa ferðamenn. „Það er mikilvægt að ýta undir aukningu ferðamanna sem eyða miklu eins og Rússar og Kínverjar,“ segir hann. „Þótt fólk frá þessum þjóðum sé ekki með stórt hlutfall af heildareyðslu á markaðnum hér á landi eyðir það mjög miklu í verslun miðað við þann fjölda sem kemur frá þessum þjóðum.“ En ekki er gróðavonin mikil hjá Andreu þegar Bretinn kíkir inn í Rammagerðina. „Þeir láta sér oftast nægja að kaupa eina lyklakippu og kannski splæsa þeir í eitt póstkort líka,“ segir hún kankvís. Hvað heildarneyslu varðar hafa Bandaríkjamenn vinninginn en á eftir þeim koma Norðmenn. Kristján segir að sala til erlendra ferðamanna hafi breyst mikið síðustu árin. Til dæmis sé vertíðin að lengjast og þakkar hann það átakinu Ísland allt árið og einnig samhentu átaki aðila í ferðaþjónustunni. Andrea segist hafa byrjað fyrir fimm árum. „Þá var voða mikið um „Made in China“ en nú er mun meira um íslenskar hágæðavörur og skemmtilegra að eiga við kúnnana,“ segir hún. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Kínverskir ferðamenn eyða mest hér á landi samkvæmt tölum frá Global Blue á Íslandi, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem halda utan um endurgreiðslur á virðisaukaskatti til ferðamanna. Meðalfærsla Kínverja er 24.147 krónur en meðalfærsla erlendra ferðamanna hér á landi er tæpum tíu þúsund krónum lægri, eða 15.570 krónur. Rússar eru heldur ekki fastheldnir á eyrinn því meðalfærsla þeirra er 20.390 krónur. Því miður fyrir gjaldeyrisþyrsta þjóð er hlutfall ferðamanna frá þessum þjóðum ekki hátt. Þessar tölur komu Andreu Falkvard, verslunarstjóra Rammagerðarinnar í Hafnarstræti í Reykjavík, ekki á óvart. „Kínverjarnir kaupa kannski ekki svo margar vörur en þetta eru allt kostagripir sem þeir kaupa,“ segir hún. „Í síðustu viku kom til mín kínverskur hópur og þá seldi ég til dæmis tvo uppstoppaða lunda. Marga Íslendinga dreymir kannski um það en eru kannski ekki tilbúnir að borga 30 þúsund kall fyrir. Svo keyptu þeir refafeldi og sitthvað fleira. Við kætumst líka þegar við sjáum Rússana koma en þeir kaupa meira og virðast lítið spá í það hvað þeir setja ofan í körfuna. Þeir borga líka alltaf í reiðufé og halda ekki fast um það.“ Kristján Másson hjá Global Blue á Íslandi er líka kátur með þessa ferðamenn. „Það er mikilvægt að ýta undir aukningu ferðamanna sem eyða miklu eins og Rússar og Kínverjar,“ segir hann. „Þótt fólk frá þessum þjóðum sé ekki með stórt hlutfall af heildareyðslu á markaðnum hér á landi eyðir það mjög miklu í verslun miðað við þann fjölda sem kemur frá þessum þjóðum.“ En ekki er gróðavonin mikil hjá Andreu þegar Bretinn kíkir inn í Rammagerðina. „Þeir láta sér oftast nægja að kaupa eina lyklakippu og kannski splæsa þeir í eitt póstkort líka,“ segir hún kankvís. Hvað heildarneyslu varðar hafa Bandaríkjamenn vinninginn en á eftir þeim koma Norðmenn. Kristján segir að sala til erlendra ferðamanna hafi breyst mikið síðustu árin. Til dæmis sé vertíðin að lengjast og þakkar hann það átakinu Ísland allt árið og einnig samhentu átaki aðila í ferðaþjónustunni. Andrea segist hafa byrjað fyrir fimm árum. „Þá var voða mikið um „Made in China“ en nú er mun meira um íslenskar hágæðavörur og skemmtilegra að eiga við kúnnana,“ segir hún.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira