Viðskipti innlent

Greiða 5,6 milljarða í auðlegðarskatt

Tæplega 6 þúsund manns borga auðlegðarskatt í ár.
Tæplega 6 þúsund manns borga auðlegðarskatt í ár.
Alls greiða 5.980 manns  eða 3.100 fjölskyldur auðlegðarskatt í ár. Skatturinn nemur um 5,6 milljörðum króna, sem er lækkun um 0,3 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Ríkisskattstjóra.

Auðlegðarskatturinn er tímabundin aðgerð sem rennur út um næstu áramót. Skatthlutfallið við álagningu er 1,5 prósent af eign á bilinu 75-150 milljónir króna hjá einhleypum og 100-200 milljónum hjá hjónum.

Íslendingar borga 243,5 milljarða króna í almennan tekjuskatt og útsvar í ár og hækkar álagningin um 6,8 prósent frá fyrra ári, að því er fram kemur í gögnum frá Ríkisskattstjóra.

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna nemur nú 932 milljörðum króna og hefur aukist um 6,4 prósent frá fyrra ári.

Álagning fyrir árið 2013 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2012 og eignum þeirra í lok þess árs. Alls telja nú um 264 þúsund einstaklingar fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×