Ættu að njóta góðs af álhringekju Goldman Sachs Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2013 18:30 Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira