Íslendingar flykkjast í sólarlandaferðir Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. júlí 2013 09:00 Gríðarleg aukning hefur verið í bókunum hjá íslenskum ferðaskrifstofum í sumar. Inga Birna Ragnarsdóttir hjá Wow air segir að ferðaskrifstofan markaðssetji nú London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir. fréttablaðið/vilhelm „Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air. Íslendingar víða um land hafa vafalaust ergt sig á heldur dræmu sumri það sem af er. Voru sólskinsstundir í Reykjavík í júnímánuði aðeins 121,7, eða 40 stundum undir meðallagi, og hefur ekki verið álíka sólarlítið í Reykjavík frá árinu 1995. Inga Birna segir að sölufulltrúar Wow air hafi vel fundið fyrir gremju viðskiptavinanna vegna veðurfarsins og að mikil aukning hafi verið í bókunum. Þá sé nánast fullt í hvert einasta flug til Barcelona, Alicante og Mílanó. „Þetta er orðið þannig að við erum í rauninni að markaðssetja London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir, enda er alveg hægt að komast á strendur þar." Hún segir þetta þó ekkert skrýtið. „Maður vaknar á hverjum morgni í roki og rigningu. Þetta hefur auðvitað áhrif á skapgerðina." Undir þetta tekur Svana Emilía Kristinsdóttir hjá Heimsferðum. „Það er gjörsamlega allt uppbókað hjá okkur. Það er hreinlega slegist um það ef einhver sæti koma inn. Það losnuðu fimm sæti til Krítar og þau voru farin á korteri." Hún segir að margir þeirra sem hringja inn hafi leitað á fjölda ferðaskrifstofa en að nánast allt sé uppbókað. „Fólk er orðið pirrað og ég skil það vel. Veðrið er ömurlegt. Hjá Heimsferðum er kannski laust eitt og eitt sæti á stangli en annars er í rauninni ekkert að fá fyrr en um miðjan ágúst." Nóg að gera hjá sólbaðsstofunumBlaðamaður hafði samband við fjölda sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu og fékk alls staðar að heyra að ásóknin hefði verið mjög góð í sumar. „Ég get allavega ekki kvartað,“ sagði eigandi sólbaðsstofu í Kópavogi þegar hann var spurður út í vinsældir ljósabekkjanna. Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
„Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air. Íslendingar víða um land hafa vafalaust ergt sig á heldur dræmu sumri það sem af er. Voru sólskinsstundir í Reykjavík í júnímánuði aðeins 121,7, eða 40 stundum undir meðallagi, og hefur ekki verið álíka sólarlítið í Reykjavík frá árinu 1995. Inga Birna segir að sölufulltrúar Wow air hafi vel fundið fyrir gremju viðskiptavinanna vegna veðurfarsins og að mikil aukning hafi verið í bókunum. Þá sé nánast fullt í hvert einasta flug til Barcelona, Alicante og Mílanó. „Þetta er orðið þannig að við erum í rauninni að markaðssetja London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir, enda er alveg hægt að komast á strendur þar." Hún segir þetta þó ekkert skrýtið. „Maður vaknar á hverjum morgni í roki og rigningu. Þetta hefur auðvitað áhrif á skapgerðina." Undir þetta tekur Svana Emilía Kristinsdóttir hjá Heimsferðum. „Það er gjörsamlega allt uppbókað hjá okkur. Það er hreinlega slegist um það ef einhver sæti koma inn. Það losnuðu fimm sæti til Krítar og þau voru farin á korteri." Hún segir að margir þeirra sem hringja inn hafi leitað á fjölda ferðaskrifstofa en að nánast allt sé uppbókað. „Fólk er orðið pirrað og ég skil það vel. Veðrið er ömurlegt. Hjá Heimsferðum er kannski laust eitt og eitt sæti á stangli en annars er í rauninni ekkert að fá fyrr en um miðjan ágúst." Nóg að gera hjá sólbaðsstofunumBlaðamaður hafði samband við fjölda sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu og fékk alls staðar að heyra að ásóknin hefði verið mjög góð í sumar. „Ég get allavega ekki kvartað,“ sagði eigandi sólbaðsstofu í Kópavogi þegar hann var spurður út í vinsældir ljósabekkjanna.
Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent