Íslendingar flykkjast í sólarlandaferðir Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. júlí 2013 09:00 Gríðarleg aukning hefur verið í bókunum hjá íslenskum ferðaskrifstofum í sumar. Inga Birna Ragnarsdóttir hjá Wow air segir að ferðaskrifstofan markaðssetji nú London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir. fréttablaðið/vilhelm „Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air. Íslendingar víða um land hafa vafalaust ergt sig á heldur dræmu sumri það sem af er. Voru sólskinsstundir í Reykjavík í júnímánuði aðeins 121,7, eða 40 stundum undir meðallagi, og hefur ekki verið álíka sólarlítið í Reykjavík frá árinu 1995. Inga Birna segir að sölufulltrúar Wow air hafi vel fundið fyrir gremju viðskiptavinanna vegna veðurfarsins og að mikil aukning hafi verið í bókunum. Þá sé nánast fullt í hvert einasta flug til Barcelona, Alicante og Mílanó. „Þetta er orðið þannig að við erum í rauninni að markaðssetja London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir, enda er alveg hægt að komast á strendur þar." Hún segir þetta þó ekkert skrýtið. „Maður vaknar á hverjum morgni í roki og rigningu. Þetta hefur auðvitað áhrif á skapgerðina." Undir þetta tekur Svana Emilía Kristinsdóttir hjá Heimsferðum. „Það er gjörsamlega allt uppbókað hjá okkur. Það er hreinlega slegist um það ef einhver sæti koma inn. Það losnuðu fimm sæti til Krítar og þau voru farin á korteri." Hún segir að margir þeirra sem hringja inn hafi leitað á fjölda ferðaskrifstofa en að nánast allt sé uppbókað. „Fólk er orðið pirrað og ég skil það vel. Veðrið er ömurlegt. Hjá Heimsferðum er kannski laust eitt og eitt sæti á stangli en annars er í rauninni ekkert að fá fyrr en um miðjan ágúst." Nóg að gera hjá sólbaðsstofunumBlaðamaður hafði samband við fjölda sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu og fékk alls staðar að heyra að ásóknin hefði verið mjög góð í sumar. „Ég get allavega ekki kvartað,“ sagði eigandi sólbaðsstofu í Kópavogi þegar hann var spurður út í vinsældir ljósabekkjanna. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air. Íslendingar víða um land hafa vafalaust ergt sig á heldur dræmu sumri það sem af er. Voru sólskinsstundir í Reykjavík í júnímánuði aðeins 121,7, eða 40 stundum undir meðallagi, og hefur ekki verið álíka sólarlítið í Reykjavík frá árinu 1995. Inga Birna segir að sölufulltrúar Wow air hafi vel fundið fyrir gremju viðskiptavinanna vegna veðurfarsins og að mikil aukning hafi verið í bókunum. Þá sé nánast fullt í hvert einasta flug til Barcelona, Alicante og Mílanó. „Þetta er orðið þannig að við erum í rauninni að markaðssetja London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir, enda er alveg hægt að komast á strendur þar." Hún segir þetta þó ekkert skrýtið. „Maður vaknar á hverjum morgni í roki og rigningu. Þetta hefur auðvitað áhrif á skapgerðina." Undir þetta tekur Svana Emilía Kristinsdóttir hjá Heimsferðum. „Það er gjörsamlega allt uppbókað hjá okkur. Það er hreinlega slegist um það ef einhver sæti koma inn. Það losnuðu fimm sæti til Krítar og þau voru farin á korteri." Hún segir að margir þeirra sem hringja inn hafi leitað á fjölda ferðaskrifstofa en að nánast allt sé uppbókað. „Fólk er orðið pirrað og ég skil það vel. Veðrið er ömurlegt. Hjá Heimsferðum er kannski laust eitt og eitt sæti á stangli en annars er í rauninni ekkert að fá fyrr en um miðjan ágúst." Nóg að gera hjá sólbaðsstofunumBlaðamaður hafði samband við fjölda sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu og fékk alls staðar að heyra að ásóknin hefði verið mjög góð í sumar. „Ég get allavega ekki kvartað,“ sagði eigandi sólbaðsstofu í Kópavogi þegar hann var spurður út í vinsældir ljósabekkjanna.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira