Íslendingar flykkjast í sólarlandaferðir Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. júlí 2013 09:00 Gríðarleg aukning hefur verið í bókunum hjá íslenskum ferðaskrifstofum í sumar. Inga Birna Ragnarsdóttir hjá Wow air segir að ferðaskrifstofan markaðssetji nú London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir. fréttablaðið/vilhelm „Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air. Íslendingar víða um land hafa vafalaust ergt sig á heldur dræmu sumri það sem af er. Voru sólskinsstundir í Reykjavík í júnímánuði aðeins 121,7, eða 40 stundum undir meðallagi, og hefur ekki verið álíka sólarlítið í Reykjavík frá árinu 1995. Inga Birna segir að sölufulltrúar Wow air hafi vel fundið fyrir gremju viðskiptavinanna vegna veðurfarsins og að mikil aukning hafi verið í bókunum. Þá sé nánast fullt í hvert einasta flug til Barcelona, Alicante og Mílanó. „Þetta er orðið þannig að við erum í rauninni að markaðssetja London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir, enda er alveg hægt að komast á strendur þar." Hún segir þetta þó ekkert skrýtið. „Maður vaknar á hverjum morgni í roki og rigningu. Þetta hefur auðvitað áhrif á skapgerðina." Undir þetta tekur Svana Emilía Kristinsdóttir hjá Heimsferðum. „Það er gjörsamlega allt uppbókað hjá okkur. Það er hreinlega slegist um það ef einhver sæti koma inn. Það losnuðu fimm sæti til Krítar og þau voru farin á korteri." Hún segir að margir þeirra sem hringja inn hafi leitað á fjölda ferðaskrifstofa en að nánast allt sé uppbókað. „Fólk er orðið pirrað og ég skil það vel. Veðrið er ömurlegt. Hjá Heimsferðum er kannski laust eitt og eitt sæti á stangli en annars er í rauninni ekkert að fá fyrr en um miðjan ágúst." Nóg að gera hjá sólbaðsstofunumBlaðamaður hafði samband við fjölda sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu og fékk alls staðar að heyra að ásóknin hefði verið mjög góð í sumar. „Ég get allavega ekki kvartað,“ sagði eigandi sólbaðsstofu í Kópavogi þegar hann var spurður út í vinsældir ljósabekkjanna. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air. Íslendingar víða um land hafa vafalaust ergt sig á heldur dræmu sumri það sem af er. Voru sólskinsstundir í Reykjavík í júnímánuði aðeins 121,7, eða 40 stundum undir meðallagi, og hefur ekki verið álíka sólarlítið í Reykjavík frá árinu 1995. Inga Birna segir að sölufulltrúar Wow air hafi vel fundið fyrir gremju viðskiptavinanna vegna veðurfarsins og að mikil aukning hafi verið í bókunum. Þá sé nánast fullt í hvert einasta flug til Barcelona, Alicante og Mílanó. „Þetta er orðið þannig að við erum í rauninni að markaðssetja London og Kaupmannahöfn sem sólarlandaferðir, enda er alveg hægt að komast á strendur þar." Hún segir þetta þó ekkert skrýtið. „Maður vaknar á hverjum morgni í roki og rigningu. Þetta hefur auðvitað áhrif á skapgerðina." Undir þetta tekur Svana Emilía Kristinsdóttir hjá Heimsferðum. „Það er gjörsamlega allt uppbókað hjá okkur. Það er hreinlega slegist um það ef einhver sæti koma inn. Það losnuðu fimm sæti til Krítar og þau voru farin á korteri." Hún segir að margir þeirra sem hringja inn hafi leitað á fjölda ferðaskrifstofa en að nánast allt sé uppbókað. „Fólk er orðið pirrað og ég skil það vel. Veðrið er ömurlegt. Hjá Heimsferðum er kannski laust eitt og eitt sæti á stangli en annars er í rauninni ekkert að fá fyrr en um miðjan ágúst." Nóg að gera hjá sólbaðsstofunumBlaðamaður hafði samband við fjölda sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu og fékk alls staðar að heyra að ásóknin hefði verið mjög góð í sumar. „Ég get allavega ekki kvartað,“ sagði eigandi sólbaðsstofu í Kópavogi þegar hann var spurður út í vinsældir ljósabekkjanna.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira