HRingurinn fer af stað með látum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. júlí 2013 19:28 Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pulsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið. Önnur hæð Háskólans í Reykjavík var þéttsetin þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þar sátu hátt í tvö hundruð spilarar á öllum aldri, umkringdir hálftómum pizzakössum og orkudrykkjum, ásamt stöku kaffibolla. Allt eru þetta heppilegir ferðafélagar í sýndarheimi þar sem spilararnir tókust á. HRingurinn fer nefnilega fram um helgina en hér mætast spilarar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Það er Tvíund, félag tölvunarfræðinema í HR, sem stendur fyrir þessu árlega móti og það hefur aldrei verið sótt jafn vel og í ár. „Við erum sennilega eina fólkið á Íslandi sem lofar vonda veðrið," segir Bjarni Egill Ögmundsson, skemmtanastjóri hjá Tvíund. „Spáin er góð fyrir okkur. Það er inniveður í dag eða LAN-veður eins og við köllum það."HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir.„Þetta er alls ekkert pylsupartý. Þetta hentar öllum og það er auðvitað gaman að sjá stelpurnar hérna. Þær mættu auðvitað vera aðeins fleiri," segir Áslaug Sóllilja, formaður nemendafélags Tvíundar. HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir. Í þessum leikjum skiptir herkænska og útsjónarsemi sköpum, sem og sjálft þolið enda var loftið nokkuð þungt í HR í dag. „Allir íþróttamenn verða að geta spilað við hvaða aðstæður sem er. Þannig að við viljum þjálfa liðin okkar í að geta spilað undir öllum aðstæðum. Þú verður bara að standa þig,“ segir Bjarni Egill. „Fólk kemur hingað með dýnur og svefnpoka. Við rekumst stundum á einhvern sofandi undir tækjabúnaðinum. Þannig að menn kunna að redda sér, það er óhætt að segja það.“Hægt er að nálgast beina útsendingu frá keppninni hér. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pulsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið. Önnur hæð Háskólans í Reykjavík var þéttsetin þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þar sátu hátt í tvö hundruð spilarar á öllum aldri, umkringdir hálftómum pizzakössum og orkudrykkjum, ásamt stöku kaffibolla. Allt eru þetta heppilegir ferðafélagar í sýndarheimi þar sem spilararnir tókust á. HRingurinn fer nefnilega fram um helgina en hér mætast spilarar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Það er Tvíund, félag tölvunarfræðinema í HR, sem stendur fyrir þessu árlega móti og það hefur aldrei verið sótt jafn vel og í ár. „Við erum sennilega eina fólkið á Íslandi sem lofar vonda veðrið," segir Bjarni Egill Ögmundsson, skemmtanastjóri hjá Tvíund. „Spáin er góð fyrir okkur. Það er inniveður í dag eða LAN-veður eins og við köllum það."HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir.„Þetta er alls ekkert pylsupartý. Þetta hentar öllum og það er auðvitað gaman að sjá stelpurnar hérna. Þær mættu auðvitað vera aðeins fleiri," segir Áslaug Sóllilja, formaður nemendafélags Tvíundar. HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir. Í þessum leikjum skiptir herkænska og útsjónarsemi sköpum, sem og sjálft þolið enda var loftið nokkuð þungt í HR í dag. „Allir íþróttamenn verða að geta spilað við hvaða aðstæður sem er. Þannig að við viljum þjálfa liðin okkar í að geta spilað undir öllum aðstæðum. Þú verður bara að standa þig,“ segir Bjarni Egill. „Fólk kemur hingað með dýnur og svefnpoka. Við rekumst stundum á einhvern sofandi undir tækjabúnaðinum. Þannig að menn kunna að redda sér, það er óhætt að segja það.“Hægt er að nálgast beina útsendingu frá keppninni hér.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira