Viðskipti innlent

Leiguástand á Íslandi raunverulegt vandamál sem tekist hefur að fela

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Anna María Ingadóttir er talsmaður hóps á facebook sem berst fyrir bættum aðstæðum á leigumarkaði.
Anna María Ingadóttir er talsmaður hóps á facebook sem berst fyrir bættum aðstæðum á leigumarkaði.
Á netinu hefur verið stofnaður undirskriftarlisti þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða til þess að bæta úr ástandi á leigumarkaði. „Þetta er orðið svo háalvarlegt mál,“ segir Anna María Ingadóttir, en hún hefur að eigin sögn gefist upp á ástandinu í Reykjavík og flutti úr höfuðborginni.

„Það er svo mikið af fólki sem er húsnæðislaust,“ segir hún og vísar meðal annars í facebook hóp sem kallast Umræðuhópur leigjenda. Í hópnum eru tæplega 900 manns.

„Nú er hópurinn orðinn svo stór að það er farið að heyrast í honum,“ segir Anna. „Við erum með undirskriftarlistanum að skora á ráðamenn að gera eitthvað dramatískt í þessum leigumálum.“ Hún segir þetta vera raunverulegt vandamál sem tekist hefur að fela ótrúlega vel. „Það þarf að endurskoða allt þetta kerfi,“ fullyrðir Anna.

Hún segir fjölda þinglýstra samninga gefa ranga mynd af ástandinu. Þeir séu 600 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum séu um tuttugu prósent af markaðnum leigjendur. Heimili á landinu eru rúmlega 119 þúsund samkvæmt tölum póstsins sem gera heimili leigjenda fleiri en 20 þúsund. „Aðgerðir miðast allar við fjölda þinglýstra samninga sem er undarlegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×