Viðskipti innlent

Segir kaupaukakerfi liðna tíð

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir erfitt að gera réttlátt kaupaukakerfi.
Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir erfitt að gera réttlátt kaupaukakerfi.
Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að tæplega eins prósents eignarhlutur starfsmanna í hlutabréfum í bankanum sé einungis tengdur uppgjöri ríkisins við gamla Landsbankann. Hann sé ekki vísbending um að tekið verði upp kaupaukakerfi í framtíðinni.

Starfsmenn Landsbankans eignuðust hlutabréfin vegna samnings um fjárhagslegt uppgjör milli ríkisins og gamla og nýja Landsbankans. Kröfuhafar gamla Landsbankans vildu að starfsmenn sem ynnu að lánamálum bankans yrðu í einhvers konar hvatakerfi. Íslenska ríkið féllst á slíkt kerfi svo lengi sem það næði til allra starfsmanna bankans.

„Allir þeir fastráðnu starfsmenn sem unnu hjá bankanum frá því að samningurinn var gerður þangað til í mars á þessu ári fá hlut í bankanum,“ útskýrir Tryggvi. Hluturinn hafi verið reiknaður bæði út frá starfshlutfalli og launum.

Tryggvi segist persónulega vera tortrygginn á kaupaukakerfi almennt.



„Ég tel að oft sé verið að launa einhverjum fáum fyrir það sem er starf margra og því sé erfitt að sníða kaupaukakerfi þannig að það sé réttlátt og taki tillit til langtímahagsmuna,“ segir Tryggvi. Ekki séu uppi áform um að taka upp slíkt kerfi í Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×