Viðskipti innlent

Horfur Umami orðnar traustari

Jóhannes Stefánsson skrifar
Óli Valur Steindórsson stofnaði Umami árið 2010
Óli Valur Steindórsson stofnaði Umami árið 2010
„Ég var kominn út úr þessu fyrir átta mánuðum en ég veit að félagið er í fullum rekstri. Það er verið að fóðra fullt af fiski og horfurnar eru góðar fyrir haustið,“ segir Óli Valur Steindórsson, stofnandi Umami, um stöðu félagsins í dag.

Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að staða félagsins væri ótrygg og engar upplýsingar fengjust frá forsvarsmönnum þess.

„Ég er náttúrulega ekki innanbúðar í félaginu lengur en það er ljóst að lánardrottnar félagsins væru ekki að lána því 64 milljónir dollara nema þeir hefðu trú á félaginu,“ segir Óli. Félagið fékk lánveitinguna samþykkta þann 26. júní samkvæmt fréttatilkynningu.

Atlantis, félag Óla Vals sem áður átti 62 prósent í Umami, varð gjaldþrota í janúar. Það skuldaði dótturfélaginu rúmlega 17,2 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2,2 milljarða króna, í júní í fyrra. Óli segir þessa skuld nú hafa verið gerða upp.

Hann þurfti að láta af stöðu framkvæmdastjóra Umami í kjölfar fjandsamlegrar yfirtöku á félaginu á seinasta ári. „Þetta félag var eins og sjötta barnið mitt, þannig að þetta er dálítið leiðinlegt. Ég veit samt að félagið er tryggt í dag og það eru aðrir búnir að taka við þessu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×