Fleiri fréttir Toyota semur við Skógræktarfélag Íslands Toyota á Íslandi hf. og Skógræktarfélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning og var hann undirritaður af Úlfari Steindórssyni, forstjóra Toyota og Magnúsi Gunnarssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands í síðustu viku. 9.5.2011 09:34 Vöruskiptin hagstæð um 7,6 milljarða í apríl Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir apríl 2011 var útflutningur 43,6 milljarðar króna og innflutningur tæpir 36,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 7,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 9.5.2011 09:01 Ríkustu menn Bretlands verða ríkari Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. 9.5.2011 08:47 Apple er verðmætasta vörumerki heimsins Apple hefur velt Google úr sessi sem verðmætasta vörumerki heimsins. Þetta kemur fram í nýrri mælingu sem birt er í dag og Financial Times greinir frá. Verðmæti Apple merkisins er talið nema 153 milljörðum dollara eða um 17.400 milljarða kr. 9.5.2011 08:40 Kjarasamningar auka verðbólgu um 2% næstu þrjú árin Að mati greiningar Arion banka má gróflega áætla að hinir nýju samningar skapi um 2% auka verðbólgu á næstu þremur árum. „Ef við bætum þessum viðbótaráhrifum við verðbólguspá Seðlabankans þá er afar líklegt að verðbólgumarkmið náist ekki á spátímabilinu,“ segir í Markaðspunktum greiningarinnar. 9.5.2011 08:28 Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur farið að hækka eftir verðhrunið í síðustu viku. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 110 dollara og bandaríska léttolían stendur í tæpum 99 dollurum eftir að hafa hækkað um 2 dollara í morgun. 9.5.2011 07:53 Uppsveiflan heldur áfram á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 108. Þetta eru töluvert fleiri samningar en nema meðaltali síðustu 12 vikna en 84 samningar hafa verið gerðir vikulega á því tímabili. 9.5.2011 07:38 Mun fleiri karlmenn hafa orðið gjaldþrota Mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem verða gjaldþrota er karlmenn, samkvæmt nýjum tölum sem dómstólaráð tók saman fyrir Umboðsmann skuldara. 9.5.2011 06:00 Þýddi 25 milljarða tekjulækkun Ríkið myndi verða af um 25 milljarða króna tekjum að lágmarki yrðu skattleysismörkin hækkuð úr 118 þúsundum króna á mánuði í 150 þúsund. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 9.5.2011 05:00 SP og Avant sameinast Landsbankanum SP fjármögnun og þrotabú Avant munu sameinast Landsbankanum. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að gert sé ráð fyrir að sameiningunni ljúki á haustmánuðum. Starfsfólki var tilkynnt um sameininguna á föstudag. Enginn mun missa vinnuna að sögn Kristjáns. 8.5.2011 20:12 Milljónamunur á endurútreikningi lána Milljóna munur getur verið á endurútreikningi gengistryggðra lána hjá bönkunum annars vegar og óháðum sérfræðingum hins vegar. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur nú gert reiknivél sem sýnir þennan mun. Hann segir efnahags- og viðskiptaráðherra starfa í þágu fjármálafyrirtækjanna en ekki skuldara. Guðlaugur Þór Þórðarson segir þá reiknireglu sem sett er fram í lögum um endurútreikninga 8.5.2011 18:31 Mittal er ríkasti maður Breta Stálauðjöfurinn Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi, samkvæmt lista blaðsins Sunday Times yfir breska auðjöfra sem birtur var um helgina. Ríkustu menn í Bretlandi hafa tapað verulegum hluta auðæva sinna í fjármálakreppunni. 8.5.2011 12:15 Krónan komin í lægð Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tæpt ár eða frá því í byrjun júní 2010. Krónan var sterkust í byrjun nóvember en byrjaði að veikjast um áramótin. Síðan þá hefur til dæmis gengi evrunnar hækkað um tæpar 10 krónur. Gengisvísitala krónunnar stendur nú í tæpum 215 stigum en var rúm 202 stig í nóvember og hefur því veikst um tæp 6 prósent á hálfu ári. 8.5.2011 09:43 40 bankar úr leik Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa svipt 40 banka í landinu starfsleyfi það sem af er ári. Engu að síður virðist færri bankastofnunum hafa verið lokað það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á þessum tíma í fyrra hafði 68 bönkum nefnilega verið lokað. 7.5.2011 23:03 Óvíst hvort stefnt verður fyrir réttarhlé Enn hafa engar stefnur verið gefnar út í tengslum við mál slitastjórnar Glitnis gegn sjömenningunum sem stefnt var fyrir dóm í New York fyrir ári síðan. 7.5.2011 15:25 Vextir á lánum Íra verða lækkaðir Vextir á lánum Evrópusambandsins til Íra verða lækkaðir, eftir því sem fullyrt er á fréttavef BBC. Írar borga 5,8% vexti af lánum sem samþykkt voru se neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evruríkjunum og sérstökum sjóði sem tilheyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Óljóst er hversu mikil vaxtalækkunin yrði en BBC segir að 1% vaxtalækkun myndi spara Írum 400 milljónir evra í vaxtagreiðslur. Skriflegt samkomulag verður gert fyrir fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins þann 17. maí næstkomandi. 7.5.2011 14:59 B5 ehf skildi eftir sig 200 milljóna skuldir Skiptum á þrotabúi B5 ehf., sem rak skemmtistaðinn B5 og átti fasteignir að Laugavegi 86-94, er lokið. Engar eignir fundust í búinu en félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars 2010. 7.5.2011 14:05 Telur kjarasamninga hafa slæm áhrif á atvinnuhorfur Nýir kjarasamningar auka verðbólgu um tvö prósent og hafa slæm áhrif á atvinnuhorfur, sem hægir á efnahagsbatanum. Þetta er mat greiningardeildar Arion Banka. 6.5.2011 18:43 Tap hjá Icelandair en afkoman batnar þó Heildarvelta Icelandair á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 16 milljarðar og hefur dregið úr veltunni um 2% á milli ára. Tap félagsins eftir skatta nam 1,1 milljarði króna en á sama tíma í fyrra var tapið 1,9 milljarðar. Björgólfur Jóhannsson forstjóri félagsins segir að dregið hafi úr tapinu þrátt fyrir miklar hækkanir á eldsneytisverði. „Olíuverð var að meðaltali 42% hærra núna en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Kostnaðarhækkun samstæðunnar vegna þessa nemur um 0,8 milljörðum. Í ljósi ytri aðstæðna erum við sátt við afkomu ársfjórðungsins," segir Björgólfur. 6.5.2011 21:05 Seðlabankinn kaupir evrubréf fyrir 57 milljarða Í útboði meðal fjárfesta í skuldabréfum ríkissjóðs sem lauk í gær samþykkti Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, að kaupa á nafnverði erlend skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012 fyrir um 346 milljónir evra sem er jafnvirði um 57 milljarða kr. 6.5.2011 13:10 Ólíklegt að gengisforsendur kjarasamninga standi Greining Íslandsbanka segir að áhugavert verði að fylgjast með áhrifum af þeim fyrirvörum sem settir voru gagnvart stjórnvöldum í nýgerðum kjarasamningum. Ólíklegt sé að gengisforsendurnar um 10% styrkingu krónunnar gangi eftir. 6.5.2011 12:46 Arion banki býður hagstæð íbúðalán Viðskiptavinum Arion banka bjóðast ný og hagstæð íbúðalán frá og með mánudeginum 9. maí. Lánin bera fasta vexti út lánstímann sem eru betri en þau vaxtakjör sem nú bjóðast á íslenskum bankamarkaði. 6.5.2011 11:15 Raungengi krónunnar stóð í stað milli mánaða Raungengi íslensku krónunnar stóð í stað á milli mars og apríl síðastliðins á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Stendur vísitala raungengisins nú í 73,9 stigum sem er tæplega fjórðungi lægra en hún hefur að jafnaði verið undanfarna þrjá áratugi. 6.5.2011 10:34 FME hefur vísað 85 málum í sakarannsókn Fjármálaeftirlitið (FME) hefur vísað 65 málum til embættis sérstaks saksóknara frá ársbyrjun 2009. Á sama tíma hefur fjórtán málum verið vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sex til Ríkissaksóknara. Alls hefur FME því vísað 85 málum í sakarannsókn. 6.5.2011 09:36 Her Úkraníu selur árásarþyrlur á netinu Herinn í Úkraníu býr við svo mikið fjársvelti að yfirmenn hersins hafa gripið til þess ráð að selja árásarþyrlur sínar á netinu. Um er að ræða netsíðu sem líkist eBay. 6.5.2011 09:30 Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hrapa eftir örstuttan viðsnúning snemma í morgun. Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um 3,7% og stendur í tæpum 107 dollurum á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 3,3% og er komin niður í 96,50 dollara á tunnuna. 6.5.2011 08:57 Tekjur ríkissjóðs hækka milli ára en gjöldin lækka Tekjur ríkissjóðs reyndust bæði hærri en á sama tíma í fyrra og betri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Tekjur reyndust 1 milljarða kr. hærri en í fyrra á sama tíma og gjöldin drógust saman um 16,2 milljarða kr. milli ára. 6.5.2011 08:18 Álverðið tók tæplega 100 dollara dýfu Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði um tæpa 100 dollara á tonnið í gærdag og er það í takt við aðrar lækkanir á hrávörum þar sem verðið er bundið í dollurum. 6.5.2011 07:19 Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í gærkvöldi sem og verð á öðrum hrávörum. Verð á Brentolíunni lækkaði um 10% og fór niður fyrir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór niður fyrir 100 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst síðan í mars s.l. 6.5.2011 07:17 Lágvaxtastefna líklega á enda Englandsbanki og evrópski seðlabankinn héldu báðir stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundum sínum í gær. Þetta er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið í hálfu prósenti síðan í apríl árið 2008. Vextir á 6.5.2011 05:00 Allt á huldu um 52 milljarða 6.5.2011 00:01 Góður bati eftir eina mestu kreppu heims Sjórnvöld og sendinefnd AGS hafa náð saman um fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Fer fyrir stjórn AGS í júní. Mikill árangur hefur náðst frá hruni. 6.5.2011 00:00 Vilja sjá 1000 ný störf í ferðamannaþjónustu Stefnt er að því að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrartímann um 50 þúsund og skapa þannig hið minnsta eitt þúsund störf. Stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar í ferðaþjónustu hafa ákveðið að ráðast í sérstakt átak með þetta að markmiði. 5.5.2011 20:00 Ríkið hefur afskrifað 192 milljarða skuldir fjármálafyrirtækja Íslenska ríkið hefur í heildina afskrifað 192 milljarða króna skuldir fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 5.5.2011 17:32 Díselolían lækkar Díselolíulítrinn lækkaði í dag hjá Atlantsolíu og Orkunni um tvær krónur. Hjá Atlantsolíu fengust þær upplýsingar að lækkunin skýrist af hagstæðara innkaupsverði á díselolíu. Verðið á díselolíulítranum hjá Atlantsolíu er nú 204,10 krónur og bensínlítrinn er á 240,9 krónur. 5.5.2011 17:06 Metfjöldi farþega hjá Icelandair í apríl Icelandair flutti 48% fleiri farþega í apríl síðastliðnum en í apríl í fyrra og var sætanýtingin 79,2% sem er sú hæsta sem mælst hefur fyrir þennan mánuð. Farþegafjöldinn í apríl var rúmlega 115.000 manns. 5.5.2011 11:07 Búið að ganga frá sölunni á All Saints Búið er að ganga frá sölunni á tískuverslunarkeðjunni All Saints í Bretlandi. Kaupendurnir eru fjárfestingarsjóðirnir Lion Capital og Goode Partners. Seljendur eru skilanefndir Glitnis og Kaupþings en All Saints var áður í eigu Baugs. 5.5.2011 10:21 Farþegum fjölgaði um 56% milli ára í apríl Rúmlega 143 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Fjölgunin í apríl er veruleg eða tæp 56% en skýrist af eldgosinu í Eyjafjallajökli. 5.5.2011 09:31 Raunhækkun á innlendri kortaveltu milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 6,0% í janúar-mars í ár miðað við janúar-mars í fyrra. Debetkortavelta dróst saman um 1,2% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar-mars í ár um 2,6% miðað við janúar-mars í fyrra. Um 0,3% raunhækkun er að ræða. 5.5.2011 09:15 Farþegum fjölgar um tæpt 21% milli ára Samtals komu 189,6 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-apríl í ár borið saman við 156,9 þúsund farþega í janúar-apríl í fyrra. Þetta er aukning um 20,9%. Þetta kemur fram í hagvísum Hagstofunnar. 5.5.2011 09:12 Nýskráningar bíla aukast um tæp 100% Nýskráningar bíla í janúar-apríl í ár voru 1.100 miðað við 553 í janúar-mars árið áður. Þetta er 98,9% aukning frá fyrra ári. 5.5.2011 09:10 Vöruskiptin lakari um 4 milljarða miðað við síðasta ár Fyrstu þrjá mánuðina ársins voru fluttar út vörur fyrir 136,4 milljarða króna en inn fyrir tæpa 112,0 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 28,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 4,1 milljarði króna lakari en á sama tíma árið áður. 5.5.2011 09:06 Gistinóttum fjölgaði um 1,5% í mars Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 96.900 en voru 95.400 í sama mánuði árið 2010. Þetta er aukning upp á tæp 1,5%. 5.5.2011 09:01 Landsbankinn setur Björgun ehf. í sölu Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Björgun ehf . Björgun rekur sanddæluskip og búnað til að stunda verktöku, einkum hafnardýpkanir, og er umfangsmikill efnissali til þeirra sem sinna mannvirkjagerð á Íslandi. 5.5.2011 08:53 Einn í Peningastefnunefnd vildi hækka vexti Einn af meðlimum Peningastefnunefndar vildi að stýrivextir Seðlabankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur við síðustu vaxtaákvörðun bankans fyrir tveimur vikum síðan. 5.5.2011 07:47 Sjá næstu 50 fréttir
Toyota semur við Skógræktarfélag Íslands Toyota á Íslandi hf. og Skógræktarfélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning og var hann undirritaður af Úlfari Steindórssyni, forstjóra Toyota og Magnúsi Gunnarssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands í síðustu viku. 9.5.2011 09:34
Vöruskiptin hagstæð um 7,6 milljarða í apríl Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir apríl 2011 var útflutningur 43,6 milljarðar króna og innflutningur tæpir 36,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 7,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 9.5.2011 09:01
Ríkustu menn Bretlands verða ríkari Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. 9.5.2011 08:47
Apple er verðmætasta vörumerki heimsins Apple hefur velt Google úr sessi sem verðmætasta vörumerki heimsins. Þetta kemur fram í nýrri mælingu sem birt er í dag og Financial Times greinir frá. Verðmæti Apple merkisins er talið nema 153 milljörðum dollara eða um 17.400 milljarða kr. 9.5.2011 08:40
Kjarasamningar auka verðbólgu um 2% næstu þrjú árin Að mati greiningar Arion banka má gróflega áætla að hinir nýju samningar skapi um 2% auka verðbólgu á næstu þremur árum. „Ef við bætum þessum viðbótaráhrifum við verðbólguspá Seðlabankans þá er afar líklegt að verðbólgumarkmið náist ekki á spátímabilinu,“ segir í Markaðspunktum greiningarinnar. 9.5.2011 08:28
Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur farið að hækka eftir verðhrunið í síðustu viku. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 110 dollara og bandaríska léttolían stendur í tæpum 99 dollurum eftir að hafa hækkað um 2 dollara í morgun. 9.5.2011 07:53
Uppsveiflan heldur áfram á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 108. Þetta eru töluvert fleiri samningar en nema meðaltali síðustu 12 vikna en 84 samningar hafa verið gerðir vikulega á því tímabili. 9.5.2011 07:38
Mun fleiri karlmenn hafa orðið gjaldþrota Mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem verða gjaldþrota er karlmenn, samkvæmt nýjum tölum sem dómstólaráð tók saman fyrir Umboðsmann skuldara. 9.5.2011 06:00
Þýddi 25 milljarða tekjulækkun Ríkið myndi verða af um 25 milljarða króna tekjum að lágmarki yrðu skattleysismörkin hækkuð úr 118 þúsundum króna á mánuði í 150 þúsund. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 9.5.2011 05:00
SP og Avant sameinast Landsbankanum SP fjármögnun og þrotabú Avant munu sameinast Landsbankanum. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að gert sé ráð fyrir að sameiningunni ljúki á haustmánuðum. Starfsfólki var tilkynnt um sameininguna á föstudag. Enginn mun missa vinnuna að sögn Kristjáns. 8.5.2011 20:12
Milljónamunur á endurútreikningi lána Milljóna munur getur verið á endurútreikningi gengistryggðra lána hjá bönkunum annars vegar og óháðum sérfræðingum hins vegar. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur nú gert reiknivél sem sýnir þennan mun. Hann segir efnahags- og viðskiptaráðherra starfa í þágu fjármálafyrirtækjanna en ekki skuldara. Guðlaugur Þór Þórðarson segir þá reiknireglu sem sett er fram í lögum um endurútreikninga 8.5.2011 18:31
Mittal er ríkasti maður Breta Stálauðjöfurinn Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi, samkvæmt lista blaðsins Sunday Times yfir breska auðjöfra sem birtur var um helgina. Ríkustu menn í Bretlandi hafa tapað verulegum hluta auðæva sinna í fjármálakreppunni. 8.5.2011 12:15
Krónan komin í lægð Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tæpt ár eða frá því í byrjun júní 2010. Krónan var sterkust í byrjun nóvember en byrjaði að veikjast um áramótin. Síðan þá hefur til dæmis gengi evrunnar hækkað um tæpar 10 krónur. Gengisvísitala krónunnar stendur nú í tæpum 215 stigum en var rúm 202 stig í nóvember og hefur því veikst um tæp 6 prósent á hálfu ári. 8.5.2011 09:43
40 bankar úr leik Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa svipt 40 banka í landinu starfsleyfi það sem af er ári. Engu að síður virðist færri bankastofnunum hafa verið lokað það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á þessum tíma í fyrra hafði 68 bönkum nefnilega verið lokað. 7.5.2011 23:03
Óvíst hvort stefnt verður fyrir réttarhlé Enn hafa engar stefnur verið gefnar út í tengslum við mál slitastjórnar Glitnis gegn sjömenningunum sem stefnt var fyrir dóm í New York fyrir ári síðan. 7.5.2011 15:25
Vextir á lánum Íra verða lækkaðir Vextir á lánum Evrópusambandsins til Íra verða lækkaðir, eftir því sem fullyrt er á fréttavef BBC. Írar borga 5,8% vexti af lánum sem samþykkt voru se neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evruríkjunum og sérstökum sjóði sem tilheyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Óljóst er hversu mikil vaxtalækkunin yrði en BBC segir að 1% vaxtalækkun myndi spara Írum 400 milljónir evra í vaxtagreiðslur. Skriflegt samkomulag verður gert fyrir fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins þann 17. maí næstkomandi. 7.5.2011 14:59
B5 ehf skildi eftir sig 200 milljóna skuldir Skiptum á þrotabúi B5 ehf., sem rak skemmtistaðinn B5 og átti fasteignir að Laugavegi 86-94, er lokið. Engar eignir fundust í búinu en félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars 2010. 7.5.2011 14:05
Telur kjarasamninga hafa slæm áhrif á atvinnuhorfur Nýir kjarasamningar auka verðbólgu um tvö prósent og hafa slæm áhrif á atvinnuhorfur, sem hægir á efnahagsbatanum. Þetta er mat greiningardeildar Arion Banka. 6.5.2011 18:43
Tap hjá Icelandair en afkoman batnar þó Heildarvelta Icelandair á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 16 milljarðar og hefur dregið úr veltunni um 2% á milli ára. Tap félagsins eftir skatta nam 1,1 milljarði króna en á sama tíma í fyrra var tapið 1,9 milljarðar. Björgólfur Jóhannsson forstjóri félagsins segir að dregið hafi úr tapinu þrátt fyrir miklar hækkanir á eldsneytisverði. „Olíuverð var að meðaltali 42% hærra núna en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Kostnaðarhækkun samstæðunnar vegna þessa nemur um 0,8 milljörðum. Í ljósi ytri aðstæðna erum við sátt við afkomu ársfjórðungsins," segir Björgólfur. 6.5.2011 21:05
Seðlabankinn kaupir evrubréf fyrir 57 milljarða Í útboði meðal fjárfesta í skuldabréfum ríkissjóðs sem lauk í gær samþykkti Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, að kaupa á nafnverði erlend skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012 fyrir um 346 milljónir evra sem er jafnvirði um 57 milljarða kr. 6.5.2011 13:10
Ólíklegt að gengisforsendur kjarasamninga standi Greining Íslandsbanka segir að áhugavert verði að fylgjast með áhrifum af þeim fyrirvörum sem settir voru gagnvart stjórnvöldum í nýgerðum kjarasamningum. Ólíklegt sé að gengisforsendurnar um 10% styrkingu krónunnar gangi eftir. 6.5.2011 12:46
Arion banki býður hagstæð íbúðalán Viðskiptavinum Arion banka bjóðast ný og hagstæð íbúðalán frá og með mánudeginum 9. maí. Lánin bera fasta vexti út lánstímann sem eru betri en þau vaxtakjör sem nú bjóðast á íslenskum bankamarkaði. 6.5.2011 11:15
Raungengi krónunnar stóð í stað milli mánaða Raungengi íslensku krónunnar stóð í stað á milli mars og apríl síðastliðins á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Stendur vísitala raungengisins nú í 73,9 stigum sem er tæplega fjórðungi lægra en hún hefur að jafnaði verið undanfarna þrjá áratugi. 6.5.2011 10:34
FME hefur vísað 85 málum í sakarannsókn Fjármálaeftirlitið (FME) hefur vísað 65 málum til embættis sérstaks saksóknara frá ársbyrjun 2009. Á sama tíma hefur fjórtán málum verið vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sex til Ríkissaksóknara. Alls hefur FME því vísað 85 málum í sakarannsókn. 6.5.2011 09:36
Her Úkraníu selur árásarþyrlur á netinu Herinn í Úkraníu býr við svo mikið fjársvelti að yfirmenn hersins hafa gripið til þess ráð að selja árásarþyrlur sínar á netinu. Um er að ræða netsíðu sem líkist eBay. 6.5.2011 09:30
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hrapa eftir örstuttan viðsnúning snemma í morgun. Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um 3,7% og stendur í tæpum 107 dollurum á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 3,3% og er komin niður í 96,50 dollara á tunnuna. 6.5.2011 08:57
Tekjur ríkissjóðs hækka milli ára en gjöldin lækka Tekjur ríkissjóðs reyndust bæði hærri en á sama tíma í fyrra og betri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Tekjur reyndust 1 milljarða kr. hærri en í fyrra á sama tíma og gjöldin drógust saman um 16,2 milljarða kr. milli ára. 6.5.2011 08:18
Álverðið tók tæplega 100 dollara dýfu Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði um tæpa 100 dollara á tonnið í gærdag og er það í takt við aðrar lækkanir á hrávörum þar sem verðið er bundið í dollurum. 6.5.2011 07:19
Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í gærkvöldi sem og verð á öðrum hrávörum. Verð á Brentolíunni lækkaði um 10% og fór niður fyrir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór niður fyrir 100 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst síðan í mars s.l. 6.5.2011 07:17
Lágvaxtastefna líklega á enda Englandsbanki og evrópski seðlabankinn héldu báðir stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundum sínum í gær. Þetta er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið í hálfu prósenti síðan í apríl árið 2008. Vextir á 6.5.2011 05:00
Góður bati eftir eina mestu kreppu heims Sjórnvöld og sendinefnd AGS hafa náð saman um fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Fer fyrir stjórn AGS í júní. Mikill árangur hefur náðst frá hruni. 6.5.2011 00:00
Vilja sjá 1000 ný störf í ferðamannaþjónustu Stefnt er að því að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrartímann um 50 þúsund og skapa þannig hið minnsta eitt þúsund störf. Stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar í ferðaþjónustu hafa ákveðið að ráðast í sérstakt átak með þetta að markmiði. 5.5.2011 20:00
Ríkið hefur afskrifað 192 milljarða skuldir fjármálafyrirtækja Íslenska ríkið hefur í heildina afskrifað 192 milljarða króna skuldir fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 5.5.2011 17:32
Díselolían lækkar Díselolíulítrinn lækkaði í dag hjá Atlantsolíu og Orkunni um tvær krónur. Hjá Atlantsolíu fengust þær upplýsingar að lækkunin skýrist af hagstæðara innkaupsverði á díselolíu. Verðið á díselolíulítranum hjá Atlantsolíu er nú 204,10 krónur og bensínlítrinn er á 240,9 krónur. 5.5.2011 17:06
Metfjöldi farþega hjá Icelandair í apríl Icelandair flutti 48% fleiri farþega í apríl síðastliðnum en í apríl í fyrra og var sætanýtingin 79,2% sem er sú hæsta sem mælst hefur fyrir þennan mánuð. Farþegafjöldinn í apríl var rúmlega 115.000 manns. 5.5.2011 11:07
Búið að ganga frá sölunni á All Saints Búið er að ganga frá sölunni á tískuverslunarkeðjunni All Saints í Bretlandi. Kaupendurnir eru fjárfestingarsjóðirnir Lion Capital og Goode Partners. Seljendur eru skilanefndir Glitnis og Kaupþings en All Saints var áður í eigu Baugs. 5.5.2011 10:21
Farþegum fjölgaði um 56% milli ára í apríl Rúmlega 143 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Fjölgunin í apríl er veruleg eða tæp 56% en skýrist af eldgosinu í Eyjafjallajökli. 5.5.2011 09:31
Raunhækkun á innlendri kortaveltu milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 6,0% í janúar-mars í ár miðað við janúar-mars í fyrra. Debetkortavelta dróst saman um 1,2% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar-mars í ár um 2,6% miðað við janúar-mars í fyrra. Um 0,3% raunhækkun er að ræða. 5.5.2011 09:15
Farþegum fjölgar um tæpt 21% milli ára Samtals komu 189,6 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-apríl í ár borið saman við 156,9 þúsund farþega í janúar-apríl í fyrra. Þetta er aukning um 20,9%. Þetta kemur fram í hagvísum Hagstofunnar. 5.5.2011 09:12
Nýskráningar bíla aukast um tæp 100% Nýskráningar bíla í janúar-apríl í ár voru 1.100 miðað við 553 í janúar-mars árið áður. Þetta er 98,9% aukning frá fyrra ári. 5.5.2011 09:10
Vöruskiptin lakari um 4 milljarða miðað við síðasta ár Fyrstu þrjá mánuðina ársins voru fluttar út vörur fyrir 136,4 milljarða króna en inn fyrir tæpa 112,0 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 28,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 4,1 milljarði króna lakari en á sama tíma árið áður. 5.5.2011 09:06
Gistinóttum fjölgaði um 1,5% í mars Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 96.900 en voru 95.400 í sama mánuði árið 2010. Þetta er aukning upp á tæp 1,5%. 5.5.2011 09:01
Landsbankinn setur Björgun ehf. í sölu Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Björgun ehf . Björgun rekur sanddæluskip og búnað til að stunda verktöku, einkum hafnardýpkanir, og er umfangsmikill efnissali til þeirra sem sinna mannvirkjagerð á Íslandi. 5.5.2011 08:53
Einn í Peningastefnunefnd vildi hækka vexti Einn af meðlimum Peningastefnunefndar vildi að stýrivextir Seðlabankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur við síðustu vaxtaákvörðun bankans fyrir tveimur vikum síðan. 5.5.2011 07:47